Gripla - 01.01.2001, Síða 51
LIST OG TVÍSÆI f SNORRA EDDU
49
ir um þetta, og niðurstaða hans er að Snorri hafi ekki kunnað mikið í latínu,
kunnátta hans hafi náð til undirstöðuatriða einna og hann hafi ekki lesið rit á
latínu.19 Hvað sem því líður gerði Snorri í Eddu skipulega grein fyrir heiðinni
goðafræði án þess að fordæma hana, og með því sýndi hann meira umburðar-
lyndi gagnvart heiðnum hugmyndum og meiri áhuga á menningu heiðinna
forfeðra en aðrir rithöfundar á þessum tíma.
Snorri setur skáldskaparfræði sína fram án þess að styðjast við fræðiheiti
klassískrar, grísk-rómverskrar mælskufræði og skáldskaparfræði, og sýnir
þannig einstakt sjálfstæði gagnvart þeim lærdómsverkum um hliðstæð efni
sem hann þekkti eða vissi að voru til. Peter og Ursula Dronke og Margaret
Clunies Ross, hafa reynt að færa rök að því að hugmyndir Snorra um heiðna
guði og um skáldskaparfræði sýni þekkingu á heimspeki og málspeki, þar á
meðal ritum eða amk. hugmyndum nokkurra framsæknustu guðfræðinga og
heimspekinga tólftu aldar.20 Þetta er auðvitað ekki hægt að útiloka eða af-
sanna, einkum ef miðað er við hugmyndir en ekki rit, en skyldi ekki vera hægt
að finna einfaldari eða sennilegri skýringar? Þótt ekki sé tekið undir með þeim
fræðimönnum sem telja að formálinn sé viðauki og alls ekki eftir Snorra, þá er
full ástæða til að efast um að Snorri hafi verið lærður guðfræðingur og verk
hans mótuð af guðfræðilegri hugsun. Ef svo hefði verið, er torskilið hvers
vegna hann hefði lagt svo mikið kapp á að dylja lærdóminn. Miklu líklegra er
að slíkur lærdómsmaður hefði sagt berum orðum að hinar fomu goðsögur
væm dæmisögur sem skilja ætti óeiginlegum skilningi og hefði stráð um sig
tilvitnunum í Heilaga ritningu, í kirkjufeður og önnur latínurit. Líklegt er einn-
ig að hann hefði stundum slett latínu og sýnt áhrif frá latneskri setningaskipan.
Ekkert af þessu er að finna hjá Snorra.21 Samt er engin ástæða til að ætla ann-
að en hann hafi verið kristinn vel, kunnað undirstöðuatriði latínu og þekkt til
þeirra hugmynda sem kirkjan og lærðir Islendingar héldu fram. En hvað mót-
aði viðhorf hans til efnisins?
Ahugi á sögulegum fræðum virðist hafa verið algengur meðal íslensku
höfðingjastéttarinnar á tólftu og þrettándu öld, og það var ekki hægt að hreinsa
þessi fræði um fortíðina af menjum um heiðin trúarbrögð. Þetta virðist hafa
skapað hjá mönnum umburðarlyndi gagnvart slíkum leifum. Veraldlegt og
andlegt vald voru nátengd á Islandi, veraldleg og andleg áhugamál, og þetta
hlýtur að vera ein af ástæðunum til að fom fræði lifðu hér svo góðu lífi og að
19 Anthony Faulkes 1993, 59-76.
20 Sjá Ursula og Peter Dronke 1977 og Margaret Clunies Ross 1987.
21 Faulkes 1993, t.d. 70,72 og 75.