Gripla - 01.01.2001, Síða 53
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
51
og eignavörslu kirkjunnar. Hann hafði líka ástæðu til að hafa mikinn áhuga á
sögu Noregskonunga, því að móðir hans var laundóttir Magnúss berfætts
Noregskonungs. Varla getur vafi leikið á að Jón hafi gert sér grein fyrir gáfum
Snorra og hvatt hann til að leggja stund á söguleg fræði og miðlað þeim til
hans, en Snorri hefur verið átján ára þegar Jón fóstri hans dó.
Ekki greina heimildir frá því hvort uppeldi Snorra í Odda hafi fremur átt
að búa hann undir hlutverk veraldlegs höfðingja eða kirkjunnar manns.
Niðurstaðan bendir þó til hins veraldlega, enda tók Snorri enga vígslu þótt
hann hafi vitaskuld fengið einhverja bóklega menntun. Snorri var enn ungur
þegar hann varð lögsögumaður, og það bendir til að hann hafi snemma verið
vel að sér í lögum. Eftir að hann hafði komið undir sig fótum sem höfðingi í
Borgarfirði, virðist hann hafa stefnt að því að styrkja völd sín og áhrif svo
mjög að hann gæti tekið við hlutverki Jóns fósturföður síns sem fremstur með-
al jafningja í hinni íslensku höfðingjastétt. Rit Snorra sýna hve mikilvægt
hann taldi hlutverk höfðingjastéttarinnar sem faðir hans og fósturfaðir til-
heyrðu og síðan hann sjálfur.24 Ahuginn á fomum fræðum kemur mjög skýrt
fram í ritum hans og á sér eðlilegar skýringar í uppruna hans, uppeldi og hæfi-
leikum. En það er ekkert sem bendir til að hann hafi fundið sig kallaðan til að
fræða lesendur sína, eða áheyrendur að lestri bóka sinna, um trúarleg efni. Það
var verkefni klerkastéttarinnar.
Þótt lögð sé þung áhersla á veraldlegt hlutverk Snorra og talið að áhugi
hans á fomum fræðum sé því nátengdur, fer því fjarri að ástæða sé til að halda
að fræði kirkjunnar hafi ekki haft nein áhrif á hann. Hann var alinn upp á einu
af höfuðsetrum kristni í landinu og hefur því verið kristinn í hugsun og þekkt
vel til hugmyndaheims kirkjunnar manna. Hann hefur einnig verið hugfanginn
af ritlistinni og bókinni, sem auðvitað voru hluti af klerklegum lærdómi, en
hann hafði áhuga á að nota ritlistina til að þjóna eigin markmiðum: að festa og
varðveita veraldleg fræði, meðvitað eða ómeðvitað að styrkja eigin sjálfsvit-
und og stéttar sinnar með því að segja sögu á bók. En ekkert bendir til að hann
hafi verið nákunnugur klerklegum lærdómsritum, reynt að líkja eftir þeim eða
taka að sér að halda fram boðskap þeirra.
Anthony Faulkes hefur borið Snorra Eddu saman við mælskufræðirit mið-
alda, og niðurstaða hans er þessi: Það lítur út fyrir að Snorri hafi vitað hvemig
klassískar ritgerðir um tungumálið og mælskufræðina voru, en það er ekkert
24 Sjá t.d. Gudmund Sandvik, Hovding og konge i Heimskríngla (Oslo 1955), og Sverre Bagge,
Society and Politics in Snorrí Sturluson’s Heimskringla (Berkeley, Los Angeles, Oxford
1991), einkum 111-145.