Gripla - 01.01.2001, Síða 54
52
GRIPLA
sem bendir til að hann hafí nokkurn tíma lesið slíkt rit. Svipuð er niðurstaða
hans um þekkingu Snorra á guðfræði og heimspeki samtímans.25 En vitneskj-
an um hin bóklegu fræði gat vísað honum veginn og ýtt undir áhuga hans,
ekki bara á að tileinka sér hin fomu fræði heldur einnig að skrá þau og skýra
með kerfisbundnum hætti.
Snorri tók þátt í hefðinni með því að yrkja ný hirðkvæði, en hann tók sig
einnig til og setti fram fræðin um skáldskapinn, orðaði þau skipulega. í Snorra
Eddu eru því sameinuð tvenns konar áhugamál, á fræðum forfeðranna og lær-
dómstækni klerkanna. Vera kann að þröngsýnir klerkar og lítt menntaðir höfð-
ingjar hafi haft jafnlítinn skilning á slíku uppátæki. Þótt bóklegur lærdómur
Snorra kunni að hafa verið takmarkaður, var hann nægilegur til að skapa hon-
um fótfestu utan við heim hinna fomu fræða. Hann gat því gert þau að við-
fangsefni fræðilegrar athugunar og kerfisbundinnar lýsingar, en hann reyndi
ekki að þröngva fomum fræðum í klerklegan stakk og hefur væntanlega líka
skort lærdóm til þess. Hann lætur fræðin tala sínu eigin máli.26 Snorra Edda á
sér vissar fyrirmyndir: annars vegar í sögulegum ritum eins og íslendingabók
og Skjöldungasögu, og hins vegar í Háttalykli þeirra Rögnvalds jarls Kala og
Halls Þórarinssonar, en í framsetningu sinni á fomri goðafræði í Gylfaginn-
ingu og málnotkun skáldanna í Skáldskaparmálum sýnir Snorri — jafnvel
skýrar en í Heimskringlu — fmmleika og sjálfstæði í hugsun sem væntanlega
á rætur að rekja til þess að áhugi hans var annar en guðfræðinganna, hann
hafði hugann á öðru en þeir.
25 Faulkes 1993. Þessar niðurstöður má vitaskuld draga í efa, en sönnunarbyrðin hvflir fremur á
þeim sem vilja halda fram beinum áhrifum frá ritum um mælskufræði eða guðfræði en þeim
sem rengja þau.
26 Stephen Tranter hefur bent á hvemig fræðileg greining og flokkun undir áhrifum klassískrar
mælskufræði mætir hinni sterku innlendu bragfræðihefð í Háttatali og skýringum þess. Niður-
staða hans er: „Der Hang zur Analyse nach klassischem Vorbild war zur Zeit der Kompilation
des Traktates vorhanden. Diese Analyse wurde auch nach Möglichkeit eingesetzt. Jedoch war
auch eine starke Tradition vorhanden, die mit der klassischen Analyse, das heiBt mit der Ana-
lyse, die mit der Schriftlichkeit importiert wurde, nichts Gemeinsames hatte. Die Vitalitat
dieser Tradition wird dadurch bezeugt, daB sie noch in der Analyse der Schriftgelehrten
weiterlebte". Stephen Tranter, „Das Háttatal von Snorri Sturluson, Miindlichkeit trotz Schrift-
lichkeit?" Snorrí Sturíuson. Kolloquium anlafilich der 750. Wiederkehr seines Todestages,
179-192, tilv. 192. Þótt auðvelt sé að vera í grundvallaratriðum sammála þessari athugasemd
Tranters, virðist hann oft gera ráð fyrir áhrifum klassískrar mælskufræði þar sem kerfisbind-
ingin ein kallar á hliðstæðar niðurstöður, t.d. í umfjöllun um mnhendu. Hér virðist sem til-
hneiginguna til að setja í kerfi megi vissulega rekja til mælskufræðinnar en að hliðstæður við
kerfi sem beitt er í einstökum lærdómsritum séu líklegar til að vera tilviljun sprottin af því efni
sem fyrir liggur.