Gripla - 01.01.2001, Síða 57
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
55
formálinn miklu meira en guðfræðileg afsökun Snorra til að forða honum frá
ásökunum um trúvillu. Sigurður Nordal orðaði þetta svo: „Formálinn og um-
gerðin eru í einu gerð til þess að fullnægja kröfum kirkjunnar, sagnfræðinnar
og listarinnar."30
í formála er m.a. gerð grein fyrir því hvemig konungar frá Tróju, Æsir,
koma til Norðurlanda og taka þar völdin vegna margs konar yfirburða yfir þá
sem fyrir eru, bæði líkamlegra og andlegra (fjölkynngi), en að því búnu kemur
lesandi Snorra Eddu að Gylfaginningu. Þar segir frá því að konungur í Sví-
þjóð, Gylfi, sem getið var í formálanum, fer í heimsókn til ása dulbúinn sem
Gangleri og á samtal við Óðin, sem birtist honum sem þrjár persónur: Hárr,
Jafnhárr og Þriði.31 í formálanum var sagt frá Ásum, uppruna þeirra, ferða-
lögum og valdasókn, sem raunverulegum sögulegum persónum. Við getum
því talað um formálann sem sagnfræðilega orðræðu eða rithátt,32 en þótt í
Gylfaginningu sé látið sem verið sé að segja sögu af þessum sömu sögulegu
persónum er greinilega gefið til kynna að búið sé að skipta um rithátt, og ljóst
er að lesandi á að líta á rammafrásögn Gylfaginningar sem skáldaða frásögn
með rithætti kynjasögu (fantasíu). Vafasamt er að frásagnir Gylfaginningar
hafi haft eiginlega goðsögulega merkingu fyrir Snorra og lesendur hans (litið
er á goðsögu sem sanna sögu), en rammafrásögn Gylfaginningar hefur
áreiðanlega ekki verið hugsuð eða skynjuð sem goðsögn heldur skemmtisaga.
Sama má segja um hinn ófullburða ramma um Skáldskaparmál.
Fyrsti kapítuli Gylfaginningar er ekki í Uppsalabók og virðist við fyrstu
sýn hvorki eiga heima í rammafrásögninni né innan hennar, amk. kemur hann
30 S.st.
31 Langsennilegast er að allir þrír séu í raun Óðinn sjálfur, m.a. vegna þess að nöfnin Hárr og
Þriði eru bæði talin meðal Óðinsheita. Heinz Klingenberg hefur haldið því fram („Gylfaginn-
ing. Tres vidit, unum adoravit," Gcrmanic Dialects. Linguistic attd Philological Investiga-
tions, ritstj. B. Brogyani og Thomas Krömmelbein (Amsterdam, Philadelphia 1986), 627-
689), að skilja eigi þessa þrenningu sem allegóríska mynd af heilagri þrenningu eða analogia
antithetica. Þótt hliðstæðan hafi verið augljós hverjum lesanda á miðöldum er erfitt að sjá
hvemig hægt hefði verið að telja að hún hefði einhverja merkingu. Birting hins sögulega Óð-
ins í þrennum gervum er hluti af þeim sjónhverfingum sem Gylfi er beittur, hluti af göldrum
Óðins. Enn langsóttara má telja að líta á Gylfa sem hliðstæðu Abrahams. Líklegt er að þessi
þrígreining Óðins sé annars vegar mælskubragð, ætlað til að skapa tilbreytni og kost á stig-
mögnun, og hins vegar undir áhrifum ævintýra. I Friðgerðar þætti Heimskringlu er hægt að
finna dæmi um þrjá menn sem bera nánast sömu boðin í mismunandi búningi.
32 í nútímabókmenntafræði er orðið discourse, einatt þýtt á íslensku sem orðræða, oft notað um
það þegar málið er notað með ólíkum hætti eftir samhengi, hefð og tilgangi. Hið gamla ís-
lenska orð ritháttur nær þessari merkingu ágætlega, amk. í því samhengi sem hér er um að
ræða.