Gripla - 01.01.2001, Side 58
56
GRIPLA
ekki heimsókninni beint við, enda telja sumir fræðimenn hann viðauka.33 Það
er sagan um hvemig Gefjun ginnti Gylfa og dró Sjáland burt úr Svíþjóð.
Hvort sem frásögnin hefur verið í Eddu frá upphafi eða ekki, er hægt að skilja
hana sem fyrirboða hinnar miklu Gylfaginningar sem sagt er frá í framhald-
inu, og um leið má líta svo á að atvikin verði tilefni þess að Gylfi fer að reyna
að komast að leyndarmálum Asa. Blærinn á þessari frásögn er allur annar en
hinn rökræni, fræðandi tónn formálans. Efni sögunnar eru kynjar, og jafnvel á
tímum Snorra er ekki hægt að gera ráð fyrir að aðrir en einfeldningar hafi
trúað slíkri sögu eða litið á hana sem nokkuð annað en skemmtisögu. Sagan
hefur líka áhrif á skilning á framhaldinu. Þótt Gefjun hafi Gylfa að fífli í 1.
kapítula, byrjar 2. kapítuli svo:
Gylfi konungr var maðr vitr ok fjölkunnigr. Hann undraðisk þat mjpk
er Asafólk var svá kunnigt at allir hlutir gengu at vilja þeira (8).
Hér hlýtur reyndan lesanda eða söguhlustanda að gruna að um háð sé að ræða
þegar talað er um visku Gylfa. Við höfum þegar séð hve takmörkuð hún er, og
þetta staðfestist síðar. Á ýmsum stöðum í Gylfaginningu er Gylft sem dáleidd-
ur og samþykkir með heimskulegum orðum allt sem Æsir segja honum, td. í 21.
kapítula þegar hann fær að vita um efniviðinn í fjötrinum Gleipni: [Hár segir:]
“ok þóttú vitir eigi áðr þessi tíðindi, þá máttu nú fínna skjótt hér spnn
dœmi, at eigi er logit at þér. Sét munt þú hafa at konan hefir ekki skegg
ok engi dynr verðr af hlaupi kattarins ok eigi eru rœtr undir bjarginu,
ok þat veit trúa mín at jafnsatt er þat allt er ek hefi sagt þér, þótt þeir sé
sumir hlutir er þú mátt eigi reyna.” Þá mælti Gangleri: “Þetta má ek at
vísu skilja at satt er. Þessa hluti má ek sjá, er þú hefir nú til dœma tekit”
(36).
Það er eins og þetta dragi dám af guðfræðilegum rithætti, en er þó botnleysa.
Lesandi hlýtur að velta því fyrir sér hver sé eiginlega að ginna hvem hér: Er
33 Þetta mun fyrst hafa komið fram hjá Eugen Mogk, „Untersuchungen iiber die Gylfaginning,"
Paul und Braunes Beitrage 6 (1879), 477-537, þettaatriði rætt 514-515, og sömu skoðun lýsir
Finnur Jónsson í ritum sínum og útgáfum. Sbr. John Lindow, „The two skaldic Stanzas in
Gylfaginning: Notes on Sources and Text History," Arkivför nordisk filologi 92 (1977), 106-
124. Lindow tekur undir röksemdir Mogks fyrir þvf að kaflinn sé viðauki. Sterkasta röksemdin
er sú að í Ormsbók er Gylfi kynntur til sögu eins og hans hafi ekkert verið getið áður. En sú rök-
semd bítur þá bæði niðurlag formálans og 1. kafla, því að Gylfa er þar getið á báðum stöðum.