Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 59
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
57
Hár að athuga hve heimskur Gylfi sé eiginlega? Er Gylfi hæðinn í svari sínu
og meinar: Nei, svona vitlaus er ég ekki? Varla, ef miðað er við lok Gylfaginn-
ingar. Er Snorri að hæðast að því hve fúst fólk er að trúa furðusögum? Er jafn-
vel hugsanlegt að hann sé að skopstæla röksemdafærslur guðfræðinga þegar
þeir reyna að útskýra leyndardóma trúarinnar?
Lýsingin á því þegar Gylfi kemur til Ásgarðs (sem í formála nefnist Sigtún
með sænsku ömefni), hefur öll einkenni furðusögu eða ævintýrs: hin glæsilega
höll og ýmsar furður sem Gylfi sér tilheyra heimi kynjasögunnar. Aftur er
minnt á þetta og hnykkt á því í lok Gylfaginningar þegar Gylfi heyrir mikinn
dyn og Valhöll hverfur skyndilega en hann er staddur einn á víðum velli. Þetta
eru mjög skýrar vísbendingar um að lesandi eða áheyrandi Gylfaginningar
hafi verið leiddur inn í kynjaheim eins og í ævintýri eða draumi. Á þetta benti
Sigurður Nordal í bók sinni um Snorra: „Blær þjóðsagnanna hvflir yfir öllu ...
en þó einkum niðurlaginu,“ segir hann.34
Þegar við emm komin gegnum Gylfaginningu frá upphafi til enda, skiljum
við að rammafrásögnin hefur að fyrirmynd sögur sem sagðar eru inni í ramm-
anum: einkum heimsókn Þórs til Utgarða-Loka, en einnig viskukeppni Óðins
við jötna. Þessi leikur með dulargervi og hlutverkaskipti heyrir til veröld ævin-
týrsins. Milli línanna segir höfundur við lesanda: þetta er ævintýr, þetta er skáld-
skapur, við erum að skemmta okkur. Þetta þýðir þó ekki að sögumar sem Óðinn
segir í Gylfaginningu þurfi að vera uppspuni á sama hátt og rammafrásögnin
um samtalið, enda hafa áheyrendur þekkt eitthvað til þeirra áður eða úr öðmm
áttum, en það hlýtur að merkja að spumingin um satt eða ósatt missir alla merk-
ingu þegar við emm komin inn í heim Gylfaginningar. Umgerðin er skáldskap-
ur Snorra, en mikið af þeim orðum sem Hár, Jafnhár og Þriðji mæla em fom
fræði og hafa sögulegt gildi sem vitnisburður um hugmyndaheim forfeðranna.
Þetta hefur verið lesendum og flestum áheyrendum á miðöldum fullljóst.
Hlutverkaskipti koma einnig fyrir í Skáldskaparmálum. I byrjun þeirra
heimsækir maður að nafni Ægir eða Hlér Æsi og spyr Braga spuminga um mál
kveðskaparins, en innan rammans kemur nafni hans fyrir sem gestgjafi í
frægri veislu sem Ásum er boðið til. I rammanum segir:
Einn maðr er nefndr Ægir eða Hlér. Hann bjó í ey þeiri, er nú er kQllut
Hlésey; hann var mjQk fjglkunnigr. Hann gerði ferð sína til Ásgarðs, en
Æsir vissu fyrir ferð hans, ok var honum fagnat vel, ok þó margir hlutir
gprvir með sjónhverfingum. Ok um kveldit, er drekka skyldi, þá Iét
34
Sigurður Nordal, Snorri Sturluson, 111-112.