Gripla - 01.01.2001, Síða 60
58
GRIPLA
Óðinn bera inn í hgllina sverð ok váru svá bjgrt at þar af lýsti, ok var
ekki haft ljós annat meðan við drykkju var setit (78).
í sögunni innan í sögunni, veislunni semÆgir heldurÁsum (Skm. 42. kap.) segir:
En er goðin hgfðu sezk í sæti, þá lét Ægir bera inn á hallargólf lýsigull,
þat er birti ok lýsti höllina sem eldr, ok þat var þar haft fyrir ljós at hans
veizlu sem í Valhpllu váru sverðin fyrir eld (121).
Hér er greinilega verið að segja sögu um goðin, en mörkin milli hinna sögu-
legu Ása og goðanna hverfa, rétt eins og sögumaður hafi gleymt sér eða ekki
hirt um rammann lengur. Þegar hliðstæðan er látin koma skýrt fram eins og
hér, vaknar grunur um viðauka eða fleiri en einn höfund þess texta sem fyrir
liggur, en heimildimar leyfa ekki neinar ályktanir um það.
Listbragð rammafrásagnarinnar er þannig endurtekið í Skáldskaparmálum,
en eftir nokkra hríð er eins og formið bresti; persónugerðir viðmælendur gufa
upp úr textanum og hrein fræðsla tekur við. í 7. kapítula Skáldskaparmála
setur kennarinn fram fræðilega skýringu á málnotkun í skáldskap og skilgrein-
ir kenningu á svo sértækan eða fræðilegan hátt að við eigum bágt með að trúa
því að það sé guðinn Bragi sem talar, þótt orðin séu lögð honum í munn. í 8.
kapítula ávarpar kennarinn svo lesandann með yfirlýsingu um tilgang verks-
ins, sem áður var vitnað til, og bætir síðan við merkilegri viðvömn:
en ekki er at gleyma eða ósanna svá þessar frásagnir at taka ór skáld-
skapinum fomar kenningar, þær er hgfuðskáld hafa sér líka látit, en
eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð, ok eigi á sannindi þessa
sagna annan veg en svá sem hér finnsk í upphafi bókar (86).
Fræðimenn hafa velt fyrir sér hvers vegna hin mikilvæga yfirlýsing um til-
gang verksins og sannleiksgildi goðsagna birtist hér allt í einu inni í miðju
verki. Er nokkur augljós ástæða til þess? Skýringin er sennilega að hér er skipt
um rithátt og horfið frá leikrænni frásögn með kynjablæ, sem ekki er hægt að
eigna sannleiksgildi, til hreinnar fræðslu og rökræðu. Yfirlýsingin kemur fram
einmitt þegar við blasir að efnið rúmast ekki í þeim ramma sem því var ætlað-
ur, og þess vegna er ekki hægt að gefa goðsögnum og goðafræðiefni, sem enn
er eftir að segja frá, það skáldskaparform sem goðsögumar höfðu í Gylfaginn-
ingu. Kennarinn kastar nú leikgervinu og segir nemendunum, eins skýrt og
hann getur, að tilgangur hans sé að kenna ungum skáldum og notar tækifærið