Gripla - 01.01.2001, Síða 61
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
59
til að minna lesendur á, hverjum augum þeir eigi að líta á goðsagnaefnið, varar
þá við að láta það falla í gleymsku en varar einnig við villutrú. Persónugerv-
ingu viðmælenda bregður aftur fyrir í 26. kapítula, en annars eru spumingar og
svör hér eftir ekki persónugerð heldur koma fram sem dautt form. Sögur eru
þó sagðar öðru hverju, allt aftur í 62. kapítula, en þegar dregur að lokum verða
Skáldskaparmál að hreinni upptalningu. Svo er að sjá sem sá fróðleiks- og
nafnagrúi, sem þurfti að koma að, hafí rutt listinni út úr textanum.35
Hvemig er hægt að útskýra þetta eða afsaka meistarann fyrir þessi klaufa-
legu vinnubrögð? Hann skiptir um bát í miðri á. Nútímagagnrýni krefst full-
komnunar af meisturum, gerir ráð fyrir að hvert smáatriði eigi sinn stað í vel
skipulagðri listrænni og vitrænni heild. Þetta getur stundum leitt menn á villi-
götur. Hafa verður í huga að Snorra Edda var sennilega fyrsta ritverk Snorra,
og hversu snjall sem hann var, þá er ekki hægt að ætlast til að hann hafi verið
reyndur rithöfundur frá upphafi. Snorri var að vinna verk sem engin fordæmi
voru fyrir, og þess vegna gat hann ekki gert sér fulla grein fyrir því áður en
hann byrjaði hvert viðfangsefnið mundi teyma hann. I þriðja lagi er rétt að
minnast þess að ritstjóm texta var ekki eins auðveld og á okkar dögum. Kálf-
skinnið var miklu dýrara og torgætara en pappírinn síðar svo að ekki var auð-
velt að breyta þeim texta sem einu sinni var kominn á skinn. Á tímum rit-
vinnslunnar er erfitt að gera sér þann vanda í hugarlund. Nútímamenn verða
að sætta sig við það að Snorri varð að gefast upp við að setja efni Skáldskapar-
mála fram í listrænu formi, en þar með er ekki sagt að kennslubók hans hafí
verið misheppnuð. Vel má reyndar vera að hann hafi aldrei iokið verkinu.
IV
Goðsögum Snorra Eddu og fróðleik fylgja iðulega tilvitnanir í goðakvæði
Eddu eða dróttkvæði fomskálda. Þessar tilvitnanir í kveðskap sem Snorri og
35 Þessar athugasemdir miðast við ákveðna niðurröðun efnis Skáldskaparmála, eins og hún er í
Konungsbók og Trektarbók, og ekki getur talist fullvíst að Snorri haft skilið þannig við þau þótt
flestir fræðimenn telji það sennilegast. Þegar hér er talað um að höfundur byrji Skáldskaparmál
með ákveðna viðleitni til listrænnar framsetningar í huga en gefist síðan upp á því, er ekki verið
að fullyrða að það haft verið fyrsta atlaga að efninu. Vel má vera að hið mikla safn kenninga og
heita hafi verið skráð áður en höfundur tók til að fella það inn í ramma sem aldrei varð fullgerð-
ur, sbr. t.d. ummæli Anthony Faulkes í Edda. Skáldskaparmál 1. Introduction, Text and Notes
(London, Viking Society for Northem Research, 1998), xi. Hér er fremur vísað til eins konar
höfundarætlunar sem virðist móta fyrsta hluta Skáldskaparmála eins og þau eru í Konungsbók
og Trektarbók, höfundarætlunar sem smám saman hafi orðið að víkja í glímunni við cfniviðinn.