Gripla - 01.01.2001, Page 62
60
GRIPLA
samtímamenn hans töldu foman, hafa áhrif á eðli textans. Þótt við höfum
verið vöruð við því með skýmm ábendingum að rammafrásögn Gylfaginning-
ar sé kynjasaga og því uppspuni, er mest af orðum þeim sem Asum eru þar
lögð í munn fom fræði, sagnir og kvæði, efni sem samkvæmt kenningum for-
málans hefur borist til Norðurlanda með hinum sögulegu Asum og verið hluti
af þeirri menningu sem þeir komu með frá Trójuborg. Upphaflega vom þetta
sögur um mannlegar verur en em nú með margvíslegum breytingum, við-
bótum og ýkjum sagðar um ímyndaða guði. Þess vegna eru þær ekki sannar,
en samt ætti ekki að fyrirlíta þær eða gleyma þeim af því að þær sýna hvemig
forfeðumir reyndu að átta sig á heiminum, sem þeir byggðu, með því skyn-
samlega viti sem guð hafði gefið þeim, og þessar ffásagnir urðu einmitt gmnd-
völlur mikils skáldskapar. Þennan skilning má leggja í sögumar þegar formál-
inn og það sem á eftir fylgir er lesið í samhengi.
Þótt Gylfaginning hafi einatt verið lofuð með stórum orðum, hefur hún
líka verið gagnrýnd. Ef mælt er á kvarða trúarbragðasögu, er augljóst að
Snorri muni hafa misskilið margt og rangtúlkað í hinum heiðnu trúarbrögðum.
Um það hefur mikið verið skrifað, og verður ekki fjallað um það hér, en þó er
ástæða til að ræða einn kafla í Gylfaginningu sem er bersýnilega sköpunarverk
Snorra sjálfs, rís af kristnum hugmyndum og á sér engan gmndvöll í gömlum
goðsögnum. Þetta er 4. kapítuli þar sem uppfræðsla Gylfa hefst:
Gangleri hóf svá mál sitt: “Hverr er æðstr eða elztr allra goða?” Hárr
segir: “Sá heitir Alfpðr at váru máli, en í Ásgarði inum foma átti hann
tólf nQfn ... Þá spyrr Gangleri: “Hvar er sá guð, eða hvat má hann, eða
hvat hefir hann unnit framaverka?” Hárr segir: “Lifir hann of allar aldir
ok stjómar pllu ríki sínu ok ræðr gllum hlutum, stórum ok smám.” Þá
mælti Jafnhárr: “Hann smíðaði himin ok jgrð ok loftin ok alla eign
þeira.” Þá mælti Þriði: “Hitt er mest er hann gerði manninn ok gaf
honum Qnd þá er lifa skal ok aldri týnask, þótt líkaminn fúni at moldu
eða brenni at Qsku. Ok skulu allir menn lifa, þeir er rétt em siðaðir, ok
vera með honum sjálfum, þar sem heitir Gimlé eða Vingólf, en vándir
menn fara til Heljar ok þaðan í Niflhel, þat er niðr í inn níunda heim.
Þá mælti Gangleri: “Hvat hafðisk hann áðr at en himinn ok jQrð væri
gpr?” Þá svarar Hárr: “Þá var hann með hrímþursum” (10-11).
í bók sinni um Snorra segir Sigurður Nordal: