Gripla - 01.01.2001, Síða 63
LIST OG TVÍSÆI f SNORRA EDDU
61
Þessi kapítuli er vafalaust það lakasta, sem Snorri hefur skrifað, og
væri engin missa í, þótt honum væri alveg burtu kipt. Hann er hvorki í
samhengi né samræmi við það, sem á eftir fer (116).
Vissulega er það ekki málið eða stíllinn á kaflanum sem hefur vakið þessa
hörðu gagnrýni, heldur væntanlega sú tilfinning Sigurðar að kaflinn sé smekk-
laus málamiðlun gagnvart kristinni guðfræði, moðsuða sem ekki sé samboðin
hinni sjálfstæðu hugsun Snorra. Frá bókmenntalegu sjónarmiði verður þó að
segja það kaflanum til vamar að hann geymir frábæran antiklímax í lokin. Al-
faðir sá sem skapaði heiminn og gaf manninum ódauðlega sál átti upphaf sitt
með hrímþursum, sem em illir og óæðri en allar aðrar vemr.
Líta má á þennan kapítula sem áhugaverða tilraun til að byggja brú eða
miðla málum milli hins röklega texta formálans og hins fantastíska texta
Gylfaginningar. Hann varpar ljósi á orð formálans:
Af þvílíkum hlutum grunaði þá at ngkkurr mundi vera stjómari himin-
tunglanna, sá er stilla myndi gang þeira at vilja sínum, ok myndi sá
vera ríkr mjök ok máttigr ... (2) o.s.fr.
Kaflinn gengur mjög langt í því að gefa þessum heiðingjum guðshugmynd
sem er hliðstæð hinni kristnu, en hún er ekki af sama sauðahúsi og blekking-
amar sem þeir beita Gylfa í því skyni að tryggja völd sjálfra sín. En sjón-
deildarhringur þessara heiðingja var takmarkaður: „alla hluti skildu þeir jarð-
ligri skilningu,“ eins og formálinn segir, „því at þeim var eigi geFin andlig
spekðin“. Þess vegna gátu þeir ekki skilið að guð var til áður en nokkuð annað
var til; þeir héldu „at allir hlutir væri smíðaðir af ngkkum efni,“ og þótt Al-
faðir þeirra væri máttugur, var hann kominn af hinum lægstu verum, hrím-
þursunum.36 Beint á eftir þessari skyndilegu birtingu hrímþursanna á sviðinu
fyigir sköpunarsagan. Þannig þjónar antiklímaxinn hlutverki í byggingu
36 Það er í sjálfu sér rétt sem Edith Marold bendir á (1998, 142-147) að ekki er samræmi milli
lýsingar Snorra á því sem Þjóðverjar nefna „natiirliche Religion" og lýsingar Gylfaginningar
á Alföður. En eðlilegt er að líta svo á að í formálanum fjalli Snorri almennt um hvemig heiðnir
menn móti trúarhugmyndir samkvæmt athugun sinni á náttúmnni og þeirri skynsemi sem guð
hefur gefið þeim. Þannig láta þeir sér detta í hug að jörðin sé lifandi og að einhver muni
stjóma himintunglunum. Þegar tekið er dæmi um þetta í Gylfaginningu, dæmi sem hlýtur að
vera búið til af höfundi hennar, dregur það dám af guðshugmynd kristinna manna, einfaldlega
af því að það er sú guðshugmynd sem Snorri er mótaður af. Mörkin verða vissulega óljós milli
þessarar sjálfsprottnu guðshugmyndar og hinnar opinbemðu, en Snorri reynir að kippa þessu
í lag þegar hann sendir Alföður til hrímþursa.