Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 64
62
GRIPLA
verksins. Við sogumst afturábak gegnum tímann með Alföður til hrímþurs-
anna, að upphafi hinnar heiðnu heimssögu.
Vissulega má draga í efa að margir samtímamenn Snorra hafi haft kímni-
gáfu sem gerði þeim kleift að sjá veru, sem var svo lík þeirra eigin almáttug-
um guði, í skoplegu ljósi. Og auðvitað má halda því fram að mismunurinn á
þessum Alföður og Asunum, sem birtast í goðsögum Gylfaginningar, sé of
mikill til að þessi tilbúna Iýsing hafi tilætluð áhrif. En það er eins og fræði-
menn eins og Sigurður Nordal, sem gátu ekki algerlega sætt sig við þá stað-
reynd að Snorri hafi verið vel kristinn (svo að ekki sé minnst á þá sem héldu
að hann hefði verið heiðingi), hafi líka misst af íróníunni sem felst í þessum
kafla. Lykillinn að henni er í formálanum.
V
Irónía er sannarlega lykilhugtak ef við ætlum að skilja Snorra Eddu, sérstak-
lega Gylfaginningu. Irónía er á ferðinni ef einhver segir eitthvað eða gerir á
þann hátt að það misskiljist eða sé aðeins skilið að nokkru leyti af viðmæland-
anum, meðan höfundurinn kemur hinni eiginlegu merkingu til lesanda eða
áheyranda með ýmsum beinum eða óbeinum ráðum.37 Irónía er vitsmunalegt
bragð í bókmenntum, en hún getur verið mjög áhrifamikil víkkun á frásögn
sem virðist vera órökræn og kynjum blandin, eins og H.C. Andersen sýndi
löngu seinna.
Frá upphafi einkennist Gylfaginning af mjög flókinni íróníu sem höfundur
virðist nota til að koma margbrotnum skilaboðum á framfæri við áheyrendur
sína, svo sem eins og milli línanna. Þegar Gylfi dulbýr sig til þess að blekkja
Æsi og leita þekkingar hjá þeim, tekur hann sér Oðins nafn og hagar sér alveg
eins og Óðinn gerir í alþekktum kvæðum. Þá vitnar hann í orð Óðins sjálfs,
upphaf Hávamála, þegar hann gengur inn í höllina, en Óðinn kveður hann í
lokin með tilvitnun í lokaerindi sama kvæðis. Þetta má kalla bókmenntalega
íróníu, smábrandara sem fer milli höfundar og árvakurs lesanda og staðfestir
að sagan er uppspuni þar sem öllu er snúið á höfuðið.38 Gylfi dulbýr sig til að
17 Margt hefur verið ritað um íróníu, en alþekkt er rit Wayne C. Booth, A Rheloric of Irony
(Chicago og London 1974).
38 Vitaskuld hafa fræðimenn áður bent á hið íróníska viðhorf Snorra, sbr. t.d. Preben Meulen-
gracht Sórensen, „Modemitet og traditionalisme. Et bidrag til islændingesagaemes litteratur-
historie. Med en diskussion af Fóstbrœðra sagas alder,“ Die Aktualitat der Saga. Festschrift
fiir Hans Schottmann. ritstj. Stig Toftgaard Andersen (Berlin, New York), 149-62, sjá einkum