Gripla - 01.01.2001, Síða 65
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
63
afla sér fróðleiks hjá Ásum og reynir að koma á fundi þar sem hann viti það
sem Æsir viti ekki, þ.e. hver hann sé í raun og veru. Æsir sjá við þessu og dul-
búa sig með enn meiri undirhyggju og skapa þannig sannarlega írónískar að-
stæður, þar sem Gylfi heldur að hann sé að blekkja Æsi þegar hann er í raun
blekktur sjálfur. En yfirsýn Ása er líka takmörkuð af því að þeir skilja alla
hluti jarðlegri skilningu (sbr. orð formálans), og höfundur og áheyrendur geta
skemmt sér á þeirra kostnað. Þetta kemur fram þegar þeir verða að rekja ættir
guðsmyndar sinnar til hrímþursa, og þess gætir líka við lok Gylfaginningar.
Æsir leggja þar á ráðin um hvemig þeir eigi að hagnýta sér ginningu Gylfa til
að gera sjálfa sig að guðum í hugum fákæns fólks, en sjá ekki fyrir að þeim
verði kollvarpað af kristninni.
Anne Holtsmark hefur fjallað um íróníu Snorra í riti sínu Studier i Snorres
mytologi.39 Niðurstaða hennar er að Alfaðir sá sem upphaflega var með hrím-
þursum sé enginn annar en Satan sjálfur. Eins og þegar hefur verið nefnt virð-
ist þessi túlkun fráleit. Hún er í mótsögn við formálann og það sem segir í 8.
kapítula Skáldskaparmála. Ef Snorri hefði litið á goðin og goðsögumar sem
blekkingarmyndir hins illa, mætti líka spyrja hvers vegna í ósköpunum hann
hafi dirfst að skrásetja sögumar án þess að fordæma goðin um leið og vara við
dýrkun þeirra á hverri síðu.
En hvaðan skyldi Snorri hafa fengið þá hugmynd að tefla saman Gylfa og
Ásum í lítt dulinni keppni um völdin í Svíþjóð? Fyrirmynd hans er vitaskuld
hin endalausa valdabarátta í ráðandi stétt þjóðfélagsins, valdabarátta sem er
rauði þráðurinn í Heimskringlu, sams konar og sú sem hann háði sjálfur hér
úti á Islandi.40 Þegar við lesum Heimskringlu getum við séð að þess háttar
valdabarátta er háð með vitsmunum engu síður en sverðum og spjótum. Æsir
frá Tróju, sem hinn ‘sagnfræðilegi’ formáli gerir grein fyrir og Snorri semur
skáldaða sögu um í rammafrásögnum, komu ferskir að taflborði valdabarátt-
unnar á Norðurlöndum og voru fljótir að skáka valdastéttinni sem fyrir var, en
Gylfí Svíakonungur er fulltrúi hennar. Sterkasta vopn Ása í þessari baráttu er
að sannfæra lýðinn um að þeir séu guðir, og vissulega réttlættu konungsættir
á Norðurlöndum valdakröfur sínar með þessum guðlega uppruna. Þessa
kröfu tók fólk gilda þangað til nýir tímar gengu í garð og annars konar guða-
ljómi féll af píslardauða Olafs helga á afkomendur hans.
152-53; endurpr. Preben Meulengracht Sprensen, At fortælle Historien. Telling History.
Studier i den gamle nordiske litteratur. Studies in Norse Literature (Trieste 2001).
39 1964, 17-21.
40 Um valdabaráttu sem þema Heimskringlu, sjá Bagge 1991, 64—110.