Gripla - 01.01.2001, Side 66
64
GRIPLA
Sem ungur maður hafði Snorri lært af Ara og öðrum íslenskum fróðleiks-
mönnum að konungsættir Norðurlanda væru komnar af konungum austan úr
Asíu með sömu nöfn og Æsir.41 Hann þekkti helstu atriðin úr sögu heimsins
eins og hún var sögð í biblíunni og í ritum eins og Veraldarsögu, Rómverja
sögu, Trójumanna sögu, og etv. Breta sögum Geoffrey af Monmouth.42 En
hann kunni lrka, eða hafði heyrt, heilmikið af gömlum sögnum um Æsina sem
guði, sögur sem hann unni og hafði gaman af, auk þess sem hann taldi þær
mikilvægar fyrir varðveislu skáldskaparhefðar sem hann hafði sjálfur tileinkað
sér.43 Hann vildi fella þessar sögur og skáldskapinn, sem var órjúfanlega
tengdur þeim, inn í þá heimsmynd og lærdómshefð sem viðurkennd var á hans
dögum; í því skyni samdi hann Snorra Eddu. Lærdómur hans og skýr hugsun
er augljós og víðfræg. Það er því freistandi fyrir fræðimenn nútímans að líta á
Snorra sem starfsbróður sinn og reyna að fmna röklega skýringu á hverri setn-
ingu í Snorra Eddu. Þegar þetta hefur ekki tekist, hefur nærtækasta skýringin
verið að hið órökrétta eigi þar alls ekki heima, sé sennilega alls ekki verk
Snorra heldur viðaukar höfunda sem ekki hafi verið jafngóðum gáfum gædd-
ir. Víst getur þetta stundum verið rétt, en það er hættuleg aðferð þegar hún
styðst ekki við neitt annað en okkar eigin rökvísi og hugmyndir um sjálfum
sér samkvæman rithátt.
Svo er að sjá sem mörgum fræðimönnum hætti til að ofmeta Iærdóm
Snorra og rökvísi og samkvæmni hugmynda hans um trúarbrögð, en vanmeta
41 Sjá t.d. Heusler, „Die gelehrte Uhrgeschichte," og Anthony Faulkes, „The Genealogies and
Regnal Lists in a Manuscript in Resen’s Library," Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benedikts-
syni 20.júlí 1977 (Reykjavík 1977), 177-190.
42 Sverrir Tómasson hefur rætt líkindi þess að Snorri hafi tekið Geoflrey sér til fyrirmyndar, sjá For-
málar íslenskra sagnaritara á niiðöldwn. Rannsókn bókmenntahefðar (Reykjavík 1988), 289-290.
43 Edith Marold 1998 túlkar afstöðu Snorra nokkum veginn með sama hætti og hér er gert, þegar
hún segir (177): „Die klare Unterscheidung zwischen Theologie und Dichtung kann helfen,
die Darstellung der Mythologie durch Snorri adaquat zu verstehen: er gestaltet sie als Taus-
chung des Gylfi durch den Dichtergott, durch den die Dichtung aus Asien kam und gibt so den
Hinweis fiir die richtige Einordnung der Mythologie: In den Augen des christlichen Menschen
des 13. Jh.s, also auch in den Augen Snorris sind die heidnischen Mythen Liige gemessen and
der durch das Christentum vertretenen Wahrheit, Luge, enstanden durch die Betömng eines
skandinavischen Königs durch die zauberkundigen Asen, die ihm von einer mythischen Welt
erzahlten und deren Protagonisten ihre Namen gaben. An diese Götter dtirfen, so formuliert es
Snorri, Christen nicht glauben. Aber — und hier entfemt sich Snorri von der antiken und
christlichen Mythenkritik — ihre Welt ist die Welt der Dichtung, dort haben sie ihre Berecht-
igung. Es ist Odin der Dichter — als solcher wird er ausdriicklich in der Heimskringla darge-
stellt — der sie verkiindet”. Við þetta er því að bæta að ekki er augljóst að Snorri hafí talið að
hinir mannlegu Æsir hafi logið upp sögum sínum til að blekkja Gylfa. Fremur lítur út fyrir að
svo sé litið á í Eddu að um sé að ræða þeirra eigin sagna- og skáldskapararf.