Gripla - 01.01.2001, Síða 69
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
l
Á síðari hluta tólftu aldar var í klaustrinu á Þingeyrum munkur að nafni
Oddur. í Landnámu er faðir hans nefndur Há-Snorri og ætt hans rakin til Stein-
gríms landnámsmanns í Steingrímsfirði, en móðir hans sögð Álfdís Gamla-
dóttir og ætt hennar rakin til Þórodds landnámsmanns í Hrútafirði (IF 1:199,
211-12), en um ævi hans er ekki annað vitað en að hann var prestur og munk-
ur og var um tíma ‘í óyndi og vildi á brott úr munklífinu’ (OIOFJ-.243, sbr.
Hofmann 1984:142-51), en tók sig á og samdi á latínu sögu af Olafi Tryggva-
syni (ÓlOFJA-iú, 242^13, 261). Finnur Jónsson taldi vafalaust að Oddur hafi
verið Hrútfirðingur (ÓlOFJú), en ekki er vitað hvenær hann var fæddur, né
heldur hvenær hann dó. Líklegast er talið að hann hafi samið sögu Olafs
Tryggvasonar á síðasta áratug tólftu aldar. Frumgerð sögunnar er glötuð, en ís-
lensk þýðing varðveitt í tveimur gerðum og broti úr hinni þriðju.
í sögu Odds Snorrasonar er að sjálfsögðu margt sagt af kristniboði Olafs
konungs Tryggvasonar í Noregi. Þar er meðal annars stutt frásögn af tveimur
norskum mönnum sem komu vestan af Englandi og ‘hét annar Haukur, en
annar Sigurður’ (ÓIOFJ: 130). Konungur bauð þeim að halda rétta trú og sið
kristinna manna, en þeir neituðu og gáfu sig ekki þótt konungur léti setja þá í
bönd. En að liðnum þremur nóttum, þá voru þeir á brottu og fundust ekki og
spurðist ekki til þeirra fyrr en fáum mánuðum síðar, að sást til þeirra norður á
Hálogalandi með Háreki í Þjóttu (ÓIOFJ: 130-31).
Litlu síðar í sögunni segir að þeir Sigurður og Haukur tældu Hárek með
sér á skip og fóru með hann á fund Olafs Tryggvasonar, sem boðaði Háreki
trú, en hann var tregur til, þar til konungur bauð honum vald yfir fjórum fylkj-
um. Þá var hann skírður ásamt Sigurði og Hauki, en konungur bað hann að
segja engum norður á Hálogalandi ‘þá hluti er í höfðu gerst’ (ÓIOFJA39).
Hárekur sveik síðan Eyvind kinnrifu í hendur Olafi konungi (ÓIOFJ: 139—40).
í þessum köflum í sögu Odds munks örlar á frásagnartækni sem nánar
verður rædd hér á eftir. Ekkert er um það sagt hvemig þeim Sigurði og Hauki