Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 70
68
GRIPLA
tókst að komast úr böndum og sleppa óséðir norður á Hálogaland, en njótend-
um sögunnar er ætlað að skilja af því sem síðar segir, að það hafi verið Ólafur
konungur sjálfur sem leysti þá og sendi norður í þeim erindum að koma Há-
reki í Þjóttu á hans fund.
Þessi sama frásögn er í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, en mikl-
um mun betur sögð. Sigurður og Haukur eru nefndir til sögunnar á svipaðan
hátt og í sögu Odds, sagðir háleyskir ‘og höfðust mjög í kaupferðum’ (ÍF
XXVI:320), en síðar í kaflanum eru þeir sagðir bræður. ‘Þeir höfðu farið eitt
sumar vestur til Englands’ (s.r., s.st.), en á leið heim aftur urðu þeir fyrir liði
Ólafs konungs á Norð-Mæri. Ólafur konungur boðaði þeim kristni, en þeir neit-
uðu, og stoðaði ekki þótt konungur talaði fyrir þeim, eða hótaði þeim meiðslum
og dauða. Hann lét þá setja þá í jám og hafði þá um hríð með sér í fjötrum.
Og á einni nótt hurfu þeir í brott, svo að engi maður spurði til þeirra
eða vissi með hverjum hætti þeir komust í brott. En um haustið komu
þeir fram norður með Háreki í Þjóttu (ÍF XXVI:320).
Síðan kemur öllu nákvæmari frásögn heldur en hjá Oddi af því hvemig
þeir komu Háreki í Þjóttu á konungs fund, og í Heimskringlu neitar Hárekur
að taka við kristni. Konungur lét hann þá fara lausan og fékk honum
skútu góða, röru á borð tíu menn eða tólf, lét það skip búa sem best að
öllum föngum. Konungur fékk Háreki þrjá tigu manna, vaskra drengja
og vel búinna (ÍF XXVL322).
Sigurður og Haukur urðu eftir hjá konungi og voru skírðir, en Hárekur sveik
vin sinn, Eyvind kinnrifu, í hendur konungsmanna sem fóm með hann til
Ólafs konungs. Eyvindur neitaði kristni og var drepinn, en Hárekur og allt
hans lið tók síðar við trú (ÍF XXVI:322-24).
I Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu er þessi frásögn tekin lítt breytt
eftir handriti af Heimskringlu, en þó að nokkru umsamin og aukin, ef til vill
með stuðningi af annarri heimild. A eftir frásögn af hvarfi Sigurðar og Hauks
‘svo að engi maður spurði til þeirra og engi vissi með hverjum hætti þeir hefði
í braut komist’ er þessi viðbót:
þvíað þar lágu eftir fjötramir óbrotnir, og læst húsinu er þeir höfðu inni
verið. Töluðu menn þar margt til. Konungur sjálfur var fáræðinn um
þenna hlut og taldi þó nokkuð á varðmennina er gætt skyldu hafa; virði