Gripla - 01.01.2001, Page 71
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
69
hann þeim bæði til vangeymslu og óskynsemdar, er þeir urðu eigi varir
við brautferð þeirra (ÓlTrEA 11:92).
í Heimskringlu er Ólafur konungur látinn setja eins konar leiksýningu á
svið. Hann boðar Sigurði, Hauki og Háreki trú, en njótendum sögunnar er ætl-
að að skilja hið ósagða, að konungur hefur fengið þá til að neita trúnni þegar
aðrir heyrðu til, og þessi afstaða þeirra á síðan að fréttast norður á Hálogaland.
Einnig er njótendum sögunnar ætlað að ráða þá gátu hvemig Sigurður og Hauk-
ur gátu losnað úr böndum og sloppið óséðir úr varðhaldinu, en auðvitað vakn-
ar sá grunur að Ólafur konungur sjálfur hafi sleppt þeim lausum og sent þá
norður á Hálogaland með þeim erindum að koma Háreki á hans vald. Einnig að
Hárekur hafi lofað Ólafi konungi að svíkja Eyvind kinnrifu í hans hendur. Þama
er sem sagt notuð sú frásagnartækni sögumanns að láta áheyrendum sínum eftir
að ráða í það sem hann lætur ósagt og gefa þeim kost á að velta ótruflaðir fyrir
sér og ræða sín í milli hvemig í öllu liggur og njóta þess að ljúka sögunni.
Ég hef grun um að þessi frásögn af Sigurði og Hauki sé eldri en nokkurt
þeirra rita sem varðveita hana; hún lítur út fyrir að vera nær fmmgerð í Heims-
kringlu en í Ólafs sögu Odds, einkum frásögnin af tilraunum Ólafs konungs til
að kristna Hárek í Þjóttu, og vel má vera að leifa af eldri gerð sjái stað í Ólafs
sögu Tryggvasonar hinni mestu. Viðbótin þar er ekki í þeim stíl sem yfirleitt
einkennir viðauka sögusmiðsins við texta sem hann hefur tekið eftir rituðum
heimildum. En um texta Heimskringlu er tvennt til: Annaðhvort að Snorri hafi
samið þessa kafla með hliðsjón af Ólafs sögu Odds, eða að hann hafi stuðst
við aðra og eldri heimild, sem mér finnst trúlegra.
Angi af þessari frásagnartækni er í Fagurskinnu þar sem segir frá Hákoni
jarli Sigurðarsyni, að hann flýði fyrir Gunnhildarsonum úr Noregi og var með
Haraldi Gormssyni í Danmörku. Þar segir að Hákon jarl tók sótt hættlega og lá
lengi vetrar. Þann vetur bmggaði hann banaráð bæði Haraldi konungi gráfeldi
og Gull-Haraldi Knútssyni, bróðursyni Haralds Gormssonar (7E XXIX: 104-
10). í Fagurskinnu er veikindum Hákonar lýst og tekið fram að ‘neytti lítt mat-
ar og drykks og svaf lítið. Ekki hafði hann stranga verki’ (IF XXIX: 104), en
að öðm leyti er ekki einu orði vikið að því að Hákon jarl hafi gert sér upp veik-
indi og þá heldur ekki í hvaða tilgangi það hafí verið. En lesanda er ætlað að
skilja að veikindi Hákonar hafi verið uppgerð og hann hafi látið spyrjast til
Noregs að hann lægi vitlaus og dauðvona í Danmörku, vegna þess að þá
mundi auðveldara að tæla Harald gráfeld til Danmerkur ef hann sæi að sér
mundi ekki stafa nein hætta af Hákoni jarli. Þessi frásögn er umsamin í Heims-