Gripla - 01.01.2001, Page 72
70
GRIPLA
kringlu. Þar er einungis sagt að Hákon jarl lagðist í rekkju af áhyggjum, en
veikindi eru ekki nefnd fyrr en sendimenn Haralds Gormssonar koma á fund
Haralds gráfeldar: ‘Segja þeir þau tíðendi að Hákon jarl er í Danmörk og ligg-
ur banvænn og nær örviti’ (1F XXVI:236).
Allt öðru vísi er farið að í Heimskringlu þar sem segir af brögðum Haralds
harðráða þegar hann vann fjórðu borgina á Grikklandi (ÍF XXVIII:80-81).
Hliðstæð frásögn er í Morkinskinnu (MorkFJ:12-ll) og Fagurskinnu (/F
XXIX:232-33). I Fagurskinnu og einkum í Morkinskinnu er í upphafi sagt frá
ráðagerðum Haralds að setja á svið veikindi sín og dauða, en í Heimskringlu er
skýrt tekið fram að Haraldur konungur fékk sjúkleik og síðar að lát hans var
sagt um allan herinn, en brögðum Haralds ekki ljóstað upp fyrr en í lok frá-
sagnar. Þama hafa fræðimenn, til dæmis Sigurður Nordal og Hallvard Lie, talið
að Snorri Sturluson haft endursamið og bætt um frásagnir heimilda sinna, enda
má segja að sú ályktun liggi beint við (Sigurður Nordal 1920:202-03,233, Lie
1937:36-44). En ég er ekki handviss um að hægt sé að útiloka þann möguleika
að þessi frásögn af brögðum Haralds harðráða hafi verið til í eldri heimild en
Morkinskinnu og Fagurskinnu og að Snorri hafi fylgt þeirri heimild.
2
Við skulum líta í Færeyinga sögu. Sagan er grein af þeim meiði íslenskra mið-
aldabókmennta sem flokkast undir fslendingasögur, en er að því leyti einstök,
að í henni er beitt af miklu listfengi þeirri frásagnartækni, að láta njótendur
hennar ráða í það sem höfundurinn lætur ósagt og taka þannig í raun þátt í því
að semja söguna með höfundi. Bjami Aðalbjamarson hefur fjallað rækilega
um þessa frásagnartækni höfundar Færeyinga sögu í inngangi að öðru bindi
útgáfu sinnar af Heimskringlu (ÍF XXVII:xlii-xlvii), en einnig tók Peter Foote
(1984:174-182) þessi listbrögð söguhöfundar til umræðu á þann hátt að ekki
verður um bætt.
Ég mun hér á eftir ræða einstök dæmi um þessa frásagnarlist í Færeyinga
sögu og taka upp fáeina kafla sem mér finnast einna forvitnilegastir. Ég nota
útgáfu mína af sögunni frá 1978 (FærÓH 1978).
I upphafi sögunnar er nefndur Þorbjöm Götuskeggur og tveir synir hans,
Þorlákur og Þrándur. Eftir lát Þorbjöms skiptu synir hans með sér arfi ‘og vildi
hvortveggi hafa heimabólið í Götu, þvíað það var hin mesta gersimi. Þeir
lögðu hluti á, og hlaut Þrándur’ (56).