Gripla - 01.01.2001, Side 73
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
71
Hér er alls ekki gefið í skyn að neitt hafi verið athugavert við að Þrándur
vann hlutkestið. En ekki líður á löngu þar til sögumaður hefur dregið upp þá
mynd af Þrándi að áheyrendur sjá í hendi sér að hann mundi aldrei tapa hlut-
kesti, og vitanlega hefur höfundur sögunnar ætlað þeim að sjá það, þótt hann
skipti sér ekki af í fyrstu hvað þeir haldi og láti þá ekki gruna neitt fyrr en síðar.
Eftir arfaskiptin skorti Þránd lausafé. Hann seldi þá
á leigu landið í Götu mörgum mönnum, og tók leigu sem mesta, en
hann réðst til skips um sumarið og hafði lítinn kaupeyri og fór til Nor-
egs og hafði bæjarsetu um veturinn og þótti jafnajn] myrkur í skapi
(56-57).
Þessu næst kemur svo frásögnin af athöfnum Þrándar á markaðnum á Haleyri.
Þrándur fór með byrðingsmönnum og kom á Haleyri um sumarið. Þar var
þá markaður og mikill mannfjöldi. Þar kom Haraldur konungur blátönn, og
em nefndir tveir hirðmenn hans, bræðumir Sigurður og Hárekur:
Þessir bræður gengu um kaupstaðinn jafnan og *vildu kaupa sér gull-
hring þann er bestan fengu þeir og mestan. Þeir komu í eina búð þar er
harðla vel var um búist. Þar sat maður fyrir og fagnaði þeim vel og
spurði hvað þeir vildi kaupa. Þeir sögðust vilja kaupa gullhring mikinn
og góðan. Hann kvað og gott val mundu á vera. Þeir spyrja hann að
nafni, en hann nefndist Hólmgeir auðgi (57).
Og hér er vert að doka við og taka vel eftir. Þessi ríki kaupmaður er aðeins
nefndur hér og ekkert sagt um hverrar þjóðar hann var. Nafnið Hólmgeir var
óþekkt á vestur-norrænu málsvæði á miðöldum (Lind 1905-1915:559, DgP:
571-74). Þama skilur sögumaður áheyrendur sína eftir með þá spumingu
hvort hann hafi verið danskur, eða var þetta ef til vill Þrándur sjálfur sem hafði
gefið sér austur-norrænt nafn? Og ef þetta var Þrándur, hvaðan kom honum þá
búðin og gersemamar, þar á meðal digur gullhringur? Eg vík aðeins að honum
síðar. En sagan heldur áfram:
Brýtur hann nú upp gersimar sínar og sýnir þeim einn digran gullhring,
og var það gersimi sem mest, og mat svo dýrt að þeir þóttust eigi sjá
hvort þeir munu allt það silfur fá, er hann mælti fyrir, þegar í stað, og
beiddu hann fresta til morgins, en hann játaði því. Nú gengu þeir í burt
við svo búið, og leið af sú nótt. En um morguninn gengur Sigurður í