Gripla - 01.01.2001, Síða 75
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
73
hann hafi aflað einhvers meira en beinlínis er tekið fram í sögunni og freist-
andi að spyrja hvort silfrið sem hvarf frá bræðrunum hafi verið hluti af því
mikla fé sem Þrándur lagði á byrðing mikinn og góðan sem hann keypti í Nor-
egi og sigldi á heim til Færeyja. Sögumaður skiptir sér ekki af hvemig áheyr-
endur hans leysa þá gátu, og hann hefur séð til þess að þeir fái ekkert að vita
hver þessi Hólmgeir auðgi var eða hvað varð um hann og þennan stórkostlega
gullhring sem hann hafði til sölu. Hann nefnir aðeins að bræðmnum var bætt-
ur skaði sinn, en ekki að þeir hafi þá farið og keypt hringinn. Hvers vegna
ekki? Var búðin og hringurinn ef til vill ekki annað en sjónhverfingar og
Hólmgeir reyndar Þrándur sjálfur? Hér fer höfundur Færeyinga sögu allt öðra-
vísi að en til dæmis Agatha Christie; hann leggur fyrir okkur gátu, en hann
lætur okkur ekki hafa neina óvænta lausn í lokin, heldur skilur hann okkur
eftir með gátuna óráðna.
Höfundur sögunnar kemur okkur í svipaðan vanda í köflum, sem því mið-
ur eru ekki varðveittir í frumgerð, heldur einungis í Olafs sögu helga eftir
Snorra Surluson (FærOH 1978:138-52). Þar segir frá því að Ólafur konungur
helgi stefndi höfðingjum Færeyinga á sinn fund, þar á meðal Þrándi í Götu
sem ‘bjóst til ferðar; en er hann var búinn mjög, þá tók hann fælisótt þá er
hann var hvergi fær, og dvaldist hann eftir’ (139). Fælisótt er ekki nefnd í nú-
tíma læknisfræði, en í einu handriti stendur bráðasótt í stað orðsins fælisótt.
Hinir færeysku höfðingjamir fóru á fund Ólafs konungs og neyddust til að
samþykkja allt sem hann bauð þeim, þar á meðal að gjalda honum skatt af
Færeyjum. Konungur lét búa skip og sendi menn á til Færeyja að taka þar við
skatti:
Þeir urðu ekki snemmbúnir og fóru er þeir voru búnir, og er frá ferð
þeirra það að segja, að þeir koma eigi aftur og engi skattur á því sumri
er næst var eftir, þvíað þeir höfðu ekki komið til Færeyja; hafði þar
engi maður skatt heimtan (139-140).
Næsta sumar sendi konungur annað skip eftir skatti og menn með, en hvort-
tveggja hvarf, bæði skip og menn.
Sögumaður nefnir enga ástæðu fyrir því að þessi skip týndust, en gefur þó
mjög varlega í skyn að ekki hafi verið um venjuleg sjóslys að ræða. Ólafur
konungur frétti af fyrra skipinu að ‘það hafði hvergi til landa komið, svo að
spurt væri’ (140), og um seinna skipshvarfið segir: ‘og voru þar margar getur
á, hvað af skipum þeim myndi orðið’ (140). Þama velur sögumaður orðalag af
mikilli kostgæfni: ‘svo að spurt væri’, ‘og voru þar margar getur á’, og ýtir