Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 76
74
GRIPLA
undir grun áheyrenda sinna, að ef til vill hafi einhverjir vitað meira en þeir
vildu segja, enda þótt ekkert spyrðist um hvað af skipum og mönnum þessum
hafi orðið. Og sögumaður lætur Ólaf konung gruna þetta sama. Konungur
sendi boð til Færeyja að einhver þeirra hirðmanna hans, Gilli lögsögumaður,
Leifur Össurarson eða Þórólfur Sigmundarson úr Dímon, skyldu koma á hans
fund. Þeim þótti líklegt að konungur vildi spyrja um þau tvö skip og menn
sem hann hafði sent til Færeyja eftir skatti, og ákváðu að Þórólfur skyldi fara,
og þar á eftir kemur einn kostulegasti kafli sögunnar, þar sem segir frá Þrándi,
að hann fékk frændur sína til að sigla með ullarfarm til Noregs. Annað erindi
þeirra er ekki nefnt. En þegar þeir Þórólfur og frændur Þrándar koma til
Noregs er Þórólfur veginn. Höfundur lætur konung túlka grunsemdir okkar, að
þar hafi Sigurður Þorláksson, frændi Þrándar, verið að verki, en hann verst
ásökunum konungs af mikilli kænsku og sleppur aftur til Færeyja. Ég mun ekki
fjalla nánar um atburðarásina og frásagnatækni höfundarins í þessum kafla; það
hefur Peter Foote gert í áðumefndum fyrirlestri sínum (1984:177-79). En ég
vík nánar að síðustu tilraun Ólafs helga til að fá skatt af Færeyjum.
Á húsþingi næsta vor eftir víg Þórólfs talaði Ólafur konungur um mann-
skaða þann er hann hafði látið af Færeyjum. ‘En skattur sá’, segir hann, ‘er
þeir hafa mér heitið, þá kemur ekki fram’ (146). Hann vildi enn senda menn til
Færeyja. ‘En þar komu þau svör í mót, að allir menn töldust undan förinni’
(146), þar til Karl mærski, sem hafði verið víkingur og hinn mesti ránsmaður
og enginn vinur konungs, bauðst til að fara þessa för.
Hér hefur sögumaður gripið til minnis sem einnig er notað í Jómsvíkinga
sögu þar sem segir frá Þorkatli miðlang. Kjami þess er að ræningi og illgerða-
maður kemur til höfðingja sem áður hefur sóst eftir lífi hans, veitir honum lið
og er drepinn.
Mæra-Karl kom til Færeyja og var vel tekið af Leifi og Gilla sem buðu
honum til sín ‘og að flytja örendi hans og veita honum slíkt traust sem þeir
hefði föng á’ (148). En um Þránd hefur sögumaður þetta að segja:
Litlu síðar kom þar Þrándur og fagnaði vel Karli: ‘Em eg’, segir hann,
‘feginn orðinn er slíkur drengur hefir komið hingað til lands vors með
örendi konungs vors, er vér emm allir skyldir undir að standa. Vil eg
ekki annað, Karl, en þú farir til mín til veturvistar og það með þér allt
þíns liðs, er þinn vegur væri þá meiri en áður’ (148).
En Karl hafði áður lofað að fara til Leifs, en semur við Þránd að hann dragi
saman skattinn um Austurey og svo um allar Norðureyjar.