Gripla - 01.01.2001, Page 78
76
GRIPLA
búðarlið hans, en Karl sat eftir. Þeir Austmenninir stóðu í hring um
hann. Gautur rauði hljóp að og hjó með handöxi yfir herðar mönnum,
og kom högg það í höfuð Karli, og varð sár það ekki mikið. Þórður
lági greip upp refðið er stóð í vellinum og lýstur á ofan öxarhamarinn
svo að öxin stóð í heila. Þusti þá fjöldi manna út úr búð Þrándar. Karl
var þaðan dauður borinn (151-152).
Hér lætur sögumaður áheyrendum sínum eftir að ráða eina torræðustu gátu
sögunnar: Hver var maðurinn með refðið? Hið eina sem hann lætur uppi til
lausnar gátunni er lýsingin á búnaði mannsins, og þá er engu líkara en að hann
geri ráð fyrir að áheyrendur hans þekki Völsunga sögu. Þar segir frá því að
maður gekk í höll Völsungs konungs þegar þar var setið að brúðkaupi Signýj-
ar og Siggeirs; honum er lýst á þessa leið:
Sá maður er mönnum ókunnur að sýn. Sá maður hefir þessháttar bún-
ing, að hann hefir heklu flekkótta yfir sér. Sá maður var berfættur og
hafði knýtt línbrókum að beini ... og hött síðan á höfði (Vglsunga
saga:6).
í Völsunga sögu er augljóst að þessi lýsing á við Oðin, og höfundur Færeyinga
sögu gerir okkur þann grikk að lýsa manninum með refðið þannig að við gæt-
um haldið að þar hafi Óðinn verið á ferð. í Noma-Gests þætti birtist Óðinn
með laufsprota í hendi og í Örvar-Odds sögu með reyrsprota, en í Færeyinga
sögu er þessi tvífari Óðins með refði í hendi. Og hvað var reföil Ég hef í út-
gáfu minni af Færeyinga sögu 1987 giskað á að refði hafi verið eins konar
scepter, veldistákn (FærÓH 1987:ccxxxvi-ccxxxvii). Við setjum okkur í spor
áheyrenda sögumanns og reynum að feta okkur áfram: Sigurður Þorláksson
vinnur á búðarmanni Gilla lögsögumanns til þess að Leifur og hans menn
yfirgefi Karl. Þegar það hafði tekist hljóp Gautur rauði að með handöxi, og
við verðum að gera ráð fyrir að Þórður lági hafi fylgt honum fast eftir, en
hvemig vissi hann af refðinu sem stóð í vellinum? Ekki held ég að sögumaður
ætli áheyrendum sínum að trúa því að Óðinn hafi sagt honum frá refðinu. Og
við förum að gruna Þránd, að hann hafi tekið á sig gerfi Óðins, í fyrsta lagi til
þess að hann þekktist ekki, en í öðru lagi til þess að menn Karls og Leifs héldu
að þar hafi Óðinn verið á ferð og þyrðu þess vegna ekki að snerta refðið sem
hann stakk í völlinn. I sögunni er ekki nefnt hvaðan maðurinn kom eða hvert
hann fór þegar hann hafði stungið refðinu í völlinn. Áheyrendur eru sem sagt
staddir í leikhúsi þar sem sagan gerist á sviðinu, en um það sem er utan sviðs-