Gripla - 01.01.2001, Side 79
SAGAN HANDAN SOGUNNAR
77
ins fá þeir ekkert að vita og verða sjálfir að segja sér hvað þar hafi átt sér stað.
Þrándur undirbýr leikinn vandlega, gerir sér upp veikindi, skapar sér ástæðu til
að úthúða frændum sínum, gefur þeim þar með tilefni til að kenna Karli um
skammimar sem þeir fá og hóta honum launum fyrir, en sér síðan til þess að
þeir eigi allir sinn hlut í vígi Karls og lætur illa yfir því að lokum. Honum
sjálfum er ekki hægt að kenna um neitt. En um þetta hefur sögumaður ekki eitt
einasta orð. Við höfum setið og hlustað og það er okkar að ræða það sem við
höfum heyrt og reyna að skilja og fylla í eyðurnar eins og við höfum vit til, en
sjálfur situr sögumaður hjá og segir líklega eins og bóndinn í þjóðsögunni:
‘Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður’ (Þjóðsögur JA 11:513-14).
En þótt við þykjumst sjá að maðurinn með refðið hafi verið Þrándur sjálfur
höldum við áfram að spyrja: Hvaðan kom honum refðið? Refðið var veldis-
tákn konunga og höfðingja. Þrándur var bóndi, vildi fyrir hvern mun ekki
heyra undir konung eða gjalda konungi skatt. Hvað meinar sögumaður með
því að láta hann hafa refði? Refði hans verður skattheimtumanni konungs að
bana þegar hann hefur tekið hjálminn af höfði sér og hellt í hann silfri kon-
ungsins. Er refðið þar með orðið að tákni bóndans, — almúgans sem vill vera
frjáls? Ég hef fjallað um víg Mæra-Karls í lítilli grein sem ég birti í fjölrituðu
afmælisriti til Peter Foote 26. maí 1984 (Ólafur Halldórsson 1984:45-50). Þar
gerði ég ráð fyrir að höfundur sögunnar hafi ætlað okkur að draga þennan
lærdóm af vígi Mæra-Karls:
Hann [þ.e. Mæra-Karl] var ‘víkingur og hinn mesti ránsmaður, ...
maður ættstór og mikill athafnarmaður, íþróttamaður og atgervimaður
um marga hluti.’ Samt sem áður sat hann grafkyrr, þegar Gautur rauði
hafði sært hann litlu sári með handöxi, og beið eftir því að Þórður lági
gripi upp refðið og lysti ofan á öxarhamarinn svo að öxin stóð í heila,
en hjálmur hans, sem höfðinu skyldi hlífa, fullur af silfri því sem kon-
ungur heimtaði af bændum í skatt. Þannig fer fyrir þeim sem ekki sjá
við refði Þrándar í Götu. En af þessu er ljóst, að höfundur Færeyinga
sögu hefur stungið henni sem refði í völlinn þar hjá sem staðið var í
hring um þá hugmynd að koma landi hans undir erlent vald. — Og þar
stendur hún enn (1984:49).
Svipaðri frásagnartækni og þeirri sem einkennir Færeyinga sögu bregður
fyrir í öðrum ritum. í tveimur handritum eddukvæða, Konungsbók, GKS 2365
4to, og Bæjarbók, AM 748 I 4to, er stuttur inngangur að Grímnismálum, og
hefst á þessa leið (texti Konungsbókar):