Gripla - 01.01.2001, Page 81
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
79
freistni að benda lesendum sínum á það sem þeir áttu sjálfir að sjá; hann hefur
ekki kunnað þá list að halda sér saman þar sem við átti. Þetta sama hefur hent
höfund Njálu þar sem hann segir frá Njálssonum og Merði Valgarðssyni eftir
víg Höskuldar Hvítanesgoða: ‘Hann [þ. e. Mörður] fann nær aldri Njálssonu,
en þó var styggt með þeim þá er þeir fundust, og varþað ráðagerð þeirra' (IF
XII:283, leturbreyting mín).
í sögu Egils Skallagrímssonar er hegðun hans, þegar hann vildi fara utan
með Þórólfi bróður sínum, ekki skýrð með öðru en að hann hafí í raun verið
vandræðaunglingur, en okkur mun ætlað að skilja að hann hafi verið ástfang-
inn af Asgerði Bjamardóttur sem var uppeldissystir hans og fór utan með Þór-
ólfí bróður hans og giftist honum síðar (IF 11:96, 102-03). Og hvers vegna
hleypti Egill annarri brúninni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætur þar sem
hann sat í höll Aðalsteins konungs eftir fall Þórólfs? (ÍF II:143.)Takið eftir
því! Ennfremur má nefna frásögn Gísla sögu Súrssonar af vígi Vésteins Vé-
steinssonar sem enn þann dag í dag er óleyst morðgáta (IF VI:43^15).
3
Skyld þessari frásagnartækni er sú aðferð sögumanns að segja einungis frá at-
höfnum og örlögum manna án nokkurra skýringa og nánast engra bendinga
um hvað hafi vakað fyrir þeim eða ráðið gerðum þeirra. Með þessari aðferð
skilja höfundar njótendur sagnanna eftir villta í galdri sagnalistarinnar og láta
ráðast hvort þeir nái áttum. Eg hef fjallað um þessa frásagnartækni í stuttri
grein í Frejas psalter (Olafur Halldórsson 1997:138-42). Þar tók ég dæmi úr
þremur sögum: Hemings þætti Aslákssonar, Ans sögu bogsveigis og Jómsvík-
inga sögu í AM 291 4to. I trausti þess að fáir hafi lesið þessa grein styðst ég
við lítt breytta kafla úr henni hér á eftir.
Hemings þáttur Aslákssonar er gefinn út af Gillian Fellows Jensen í Kaup-
mannahöfn 1962. Hann er varðveittur í þremur gerðum, en engin þeirra heil
og ómögulegt að gera sér nákvæma grein fyrir hvemig frumgerð þáttarins hafi
verið (HemGFJ:cviii-cxii). í upphafi þessa þáttar segir frá því að Haraldur
Noregskonungur Sigurðarson, sem í sögum er nefndur hinn harðráði, var á
veislum norður á Hálogalandi. I þeirri gerð þáttarins sem er varðveitt í yngri
hluta Flateyjarbókar segir að Haraldur konungur sendi boð eftir Ásláki bónda
í Torgum, og er tekið fram að Áslákur var spekingur mikill. Konungur skipaði
honum að gera sér veislu og mundi hann sitja þar þrjár nætur með hundrað