Gripla - 01.01.2001, Síða 82
80
GRIPLA
manna liði. Áslákur taldist undan og fann til þrjár ástæður að hann væri ekki
fær um að gera konungi veislu, en ekkert dugði, og næsta dag hafði hann búið
konungi dýrlega veislu. Daginn eftir bar konungur á Áslák að hann leyndi syni
sínum og kvað það varða við lög Ólafs helga. Áslákur neitaði í fyrstu, en eftir
vitnisburð Nikulásar Þorbergssonar sem konungur vitnaði til, viðurkenndi
hann að hafa átt son sem Hemingur hét, en hann hefði tekið vitfirringu sjö
vetra gamall, og kom síðar upp að Áslákur hafði komið honum í fóstur hjá
karli og kerlingu fjarri mannabyggðum í hömrum og skógi luktum dal. Næsta
ár kom konungur aftur til Ásláks og hótaði að setjast upp hjá honum þar til
hann sæi Heming. Þá neyddist Áslákur til að senda eftir syni sínum. Þegar
Hemingur kom gekk hann fyrir konung og kvaddi hann vel. Konungur
spurði hver hann væri, en Hemingur nefndi sig. Konungur mælti: ‘Eigi vildi
eg sjáþáhúðerþúert einnheminguraf’ (HemGF.I:\2-\3). Haraldurkonung-
ur neyddi Heming til að keppa við sig í skotfimi og öðrum íþróttum og reyndi
hvað hann gat að fyrirkoma honum og hélt raunar að sér hefði tekist það, en
Hemingur hélt lífi fyrir kraftaverk og fór síðar til Englands, þar sem hann tók
sér annað nafn (‘Bjarleifr’, HemGFJ:50).
Eftir þessa frásögn kemur í þættinum langur kafli um tildrög þess að Har-
aldur konungur fór með Tósta jarli í herför til Englands. I þeim kafla segir frá
ýmsum undrum og fyrirburðum sem bentu til að Haraldur konungur mundi
falla í þessari ferð, en hann tók ekki mark á þeim og þóttist öruggur um líf sitt,
þar til er hann spyr Tósta jarl hverjir þeir þrír menn hafi verið sem komu til
tals við hann fyrir orrustuna við Stafnfurðubryggju, en þar var Haraldur Guð-
inason og Helgi Heinreksson og hinn þriðji Bjarleifr (HemGFJ:50), og þá loks
lætur sögumaður glytta í lykil til skilnings á sögunni: Þegar Haraldur kon-
ungur veit hver þriðji maðurinn er segir hann: ‘Lítil von var mér þess manns
hér, því að eg kenni manninn, og eigi munda eg hingað herferð farið hafa ef eg
vissa hann á lífi’ (HemGFJ:50). En maðurinn var Hemingur Ásláksson.
I þættinum er ekki vikið einu orði að því hvers vegna Áslákur bóndi í
Torgum leyndi Hemingi syni sínum í fóstri fjarri mannabygðum, né heldur
hvers vegna Haraldur konungur lagði allt kapp á að drepa hann. Hið eina sem
sögumaður lætur áheyrendum eftir til leiðbeiningar er athugasemd í upphafi
þáttarins, að Áslákur bóndi var spekingur mikill, og ef til vill ætlar hann
áheyrendum að gruna að Áslákur hafi vitað fyrir að Haraldur konungur mundi
sækjast eftir lífi Hemings.
Gillian Fellow Jensen getur þess í inngangi að útgáfu sinni, að í ágripi sem
Arngrímur Jónsson lærði gerði af Hemings þætti er sú ástæða gefin fyrir