Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 84
82
GRIPLA
4
Við lítum næst á Áns sögu bogsveigis, sern er fomaldarsaga, varðveitt í AM
343 a 4to, skinnbók sem sennilega er skrifuð eftir 1450. Sagan er gefín út í
Kaupmannahöfn 1829 (FAS 11:323-62). Þar segir frá Ingjaldi fylkiskonungi í
Noregi og hirðmanni hans, Þóri, kappa miklum sem átti sverð það þnskafið
sem kallað var Þegn og var allra sverða best, en Þórir var kenndur við sverðið
og nefndur Þórir þegn. Bróðir Þóris var Án bogsveigir, afglapi í uppvexti, en
allra manna sterkastur. Hann vígði dverg utan steins og neyddi hann til að
smíða sér svo sterkan boga að hann væri við hans hæfi og fimm örvar með
þeirri náttúru að hann skyldi hæfa í eitt sinn það sem hann vildi með hverri
þeirra. Án neyddi Þóri bróður sinn til að taka sig með til Ingjalds konungs.
Ingjaldur konungur hafði átt tvær orrustur við bræður sína tvo sem hétu
Ulfur hvortveggi, og fór ósigur í báðum. Nú bjóst hann enn að fara til bardaga
við þá og fór á skipum. Þegar Ingjaldur og menn hans gengu á land til bardaga
lá Án eftir á skipi, en laumaðist á eftir hemum og skaut Ulfa báða úr launsátri
með boga sínum, sinn daginn hvom. Ör hans stóð föst í brjósti þess bróðurins
sem hann skaut síðar og þekktu menn skeytið. Konungur vissi þá hver hafði
vegið bræður hans og kvaðst mundu launa honum vel, en Án vissi að konung-
ur mundi drepa sig og kom sér undan. Konungur gerði síðan hvað hann gat til
að ráða Án af dögum, en hlaut illt af honum og drap að lokum Þóri bróður
hans til að hefna sín.
í Áns sögu lætur sögumaður áheyrendum eftir að ráða í hvað vakti fyrir Án
þegar hann fór með bróður sínum til hirðar Ingjalds konungs og hvers vegna
hann vildi ekki fylgja Þóri bróður sínum til bardagans við bræður konungs. Ég
veik að þessari frásagnartækni í inngangi að útgáfu minni af Áns rímum, en þá
hafði ég ekki áttað mig á að hún hlýtur að vera komin frá sjálfum höfundi sög-
unnar (1M 11:81-82). Hið eina sem sögumaður hefur látið áheyrendum eftir til
skilnings á athöfnum Áns eru orð hans við konungsmenn, þar sem þeir voru á
leið til bardagans, og hann segist vita að konungur muni verða banamaður
Þóris. En það sem sögumaður annars lætur ósagt og ætlar áheyrendum sínum
að fylla þar í eyðumar er þetta:
Án var forspár og berdreyminn. Hann vissi fyrir að Ingjaldur mundi verða
banamaður Þóris þegns og vildi þess vegna vera með hirð konungs og gæta
bróður síns. Þegar herförin var ráðin hefur hann gert ráð fyrir að Ingjaldur
mundi haga svo til að þeir bræður yrðu banamenn Ulfanna, en síðan mundi
hann drepa þá báða og þykjast þar með hefna bræðra sinna. Til að koma í veg