Gripla - 01.01.2001, Page 86
84
GRIPLA
hafi verið að sinna þegnskyldu sinni þegar hann bauð konungi til veislu. En
við lesum áfram, og þá kemur annað í ljós. Þegar stundir liðu fram ól Æsa
sveinbam, en Pálnatóki tók hana og son hennar að sér og fékk hana til að
kenna Haraldi bamið þegar hann sat næst veislu hjá honum, en konungur varð
æfareiður og gekkst ekki við baminu. Síðan fóstraði Pálnatóki Svein son
Saum-Æsu, efldi hann að skipum og liði þegar hann hafði aldur til og fékk
hann til að herja í ríki Haralds, sem ekki gekkst við faðemi hans fremur en
fyrr, og kom að lokum til bardaga milli þeirra feðga, og þá gafst Pálnatóka færi
á að vega Harald. Þar með var Áka föðurbróður hans hefnt. En Sveinn varð
síðan konungur í Danmörku og þekktastur undir nafninu Sveinn tjúguskegg.
Við hugum aftur að frásögnina af Haraldi og Saum-Æsu. Illviðri verður til
þess að Haraldur varð að leita gistingar hjá bónda með þessu ískyggilega
nafni, Atli hinn svarti, og nú vaknar sá grunur að þetta hafi verið gerninga-
veður, en Atli bóndi hafi ef til vill ekki verið maður af þessum heimi. Um Æsu
dóttur hans er tekið fram að hún var mikil kona vexti, og gæti verið að þar hafi
sögumaður verið að læða þeim gmn að áheyrendum að hún hafi verið trölla-
ættar. I því sem síðar segir af Atla kemur þó ekki annað fram en að hann hafi
verið venjulegur bóndi. En hér glyttir í sagnaminni sem kemur fyrir í inngangi
að Grímnismálum, sem áður var getið, og er algengt í íslenskum þjóðsögum
frá síðari tímum, um galdramenn sem gera veður að mönnum til að ná þeim til
sín eða koma þeim í aðstæður sem þeir ráða ekki við. Við tökum eftir að veðr-
inu létti að morgni, þegar Haraldur hafði lokið því erindi við Saum-Æsu sem
Pálnatóki ætlaði honum. Við veitum því einnig athygli að Haraldur gimtist
Æsu og minnumst þess úr öðrum sögum að karlar stóðust ekki kyntöfra
kvenna af öðmm heimi. Þar er sagan af Haraldi konungi hárfagra og Snæfríði
nærtækt dæmi (ÍF XXIX:5-6, ÍF XXVI: 125-27), einnig sagan af Skáld-Helga
og Mýríði, flagði því á Grænlandi sem til hans kom hverja nótt í líki fagurrar
konu (Rímnasafn 1:138-42), eða frásagnir í helgisögum af djöflum sem
breyttu sér í líki fagurra kvenna til að freista hreinlífismanna. Annað sagna-
minni sem bersýnilega hefur verið notað í þessari frásögn er það sem í fræði-
ritum er kennt við Sohrab og Rustem (Helgi Guðmundsson 1967:83, 88-93)
og kemur fyrir í íslenskum sögum, Kjalnesinga sögu, Áns sögu bogsveigis og
Eiríks sögu rauða. Margaret Schlauch nefnir einnig Gibbons sögu og drepur á
frásögn Jómsvíkinga sögu af ‘the son of King Harald by a serving woman’,
sem að lokum varð banamaður föður síns (1934:114—18).
Atli hinn svarti er ekki nefndur í öðrum gerðum Jómsvíkinga sögu en
Jvs291. Mig grunar samt sem áður að hann hafi verið í upphaflegri gerð sög-