Gripla - 01.01.2001, Page 87
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
85
unnar, en þeim sem skrifuðu aðrar gerðir hafi ekki þótt viðeigandi að nefna
þennan afa Sveins konungs tjúguskeggs, ef til vill vegna þess að þeir hafi
verið í vafa um ætt hans og eðli. Adam úr Brimum segir að Sveinn hafi gengið
í lið með þeim mönnum í Danmörku sem köstuðu kristni (Quellen XI:260-
62), og trúlega er ýjað að því að Sveinn hafi gerst trúníðingur þar sem segir af
dauða hans bæði í enskum og íslenskum ritum, meðal annars í Olafs sögu
helga eftir Snorra Sturluson. Þar er vitnað í sögn enskra manna ‘að Játmundur
hinn helgi hafi drepið hann með þeim hætti sem hinn helgi Merkúríus drap
Júlíanum níðing’ (/F XXVII: 14).
Ef sagnir hafa verið til um að Sveinn konungur tjúguskegg hafi verið kom-
inn af vættum í móðurkyn var eðlilegt að sögur kæmust á kreik um að hann hafi
gerst trúníðingur. Höfundur Jómsvíkinga sögu í AM 291 4to skiptir sér ekkert
af því, en lætur viðmælendur sína þó ráða í hálfsagða sögu, að Sveinn hafi
komið undir fyrir galdur. Mig grunar að hann hafi þekkt sagnir um að Atli hinn
svarti og Æsa dóttir hans hafi ekki verið mennskrar ættar, en ef svo hefur verið
hefur hann auðvitað séð að ekki mátti spilla sögunni með því að segja það ber-
um orðum, heldur aðeins læða óljósum grun að njótendum sögunnar og láta
þeim eftir, hverjum fyrir sig eða í sameiningu, að ráða í hið ósagða.
Ég hef hér á undan rakið dæmi úr gömlum bókum um þá sérkennilegu aðferð
sögumanns að láta þá sem njóta frásagnarinnar sjálfa ráða í það sem hann lætur
ósagt, segja söguna þannig að hún eggi njótendur á að fylla í eyðumar, hverjum
og einum fyrir sig eða í félagi við aðra, — ráða gátumar sem sögumaður leggur
fyrir þá, hverfa inn í heim sögunnar og velta íyrir sér hveijir séu að verki og hvað
vaki fyrir þeim, þannig að sagan, þótt hún sé lesin á enda, haldi áfram að gerjast
í hugum þeirra sem hlýddu. Ég hef gmn um að þar sem þessari frásagnartækni er
beitt í rituðum bókum sé hún arfur frá munnlegri sagnalist. Þetta sé aðferð sögu-
manns að ná lifandi sambandi við þá sem hlýða á hann, — aðferð hans við að
veiða áheyrendur í net sagnalistarinnar. En ég hef engin tök haft á að leita uppi
svipuð vinnubrögð rithöfunda á öðmm tímum eða í annarra þjóða bókmenntum,
og skáldskap okkar íslendinga hef ég ekki fylgst svo vel með á síðustu áratugum
að ég geti sagt um hvað þar er að finna, en skal þó aðeins nefna að Halldór Lax-
ness hefur bmgðið [ressum listbrögðum fyrir sig, til dæmis í Sjálfstæðu fólki, og
Gyrðir Elíasson veit ég að kann að beita lesendur sína þessum brögðum.