Gripla - 01.01.2001, Page 92
90
GRIPLA
Sigurður getur þess enn fremur að Hans Kuhn hafi sent sér (í bréfi) þá tilgátu
að vagna vára sé eignarfall af „vagna vári s.s. vagna rúni (Sonat., 22. v.): Óð-
inn; Bragi naut auga Óðins, þess er hann setti að veði við drykk af Mímis-
brunni“ (ÍF 11:193).
Notkun fleirtölu í eintölumerkingu er vel þekkt í fomum kveðskap eins og
Sigurður Nordal vekur athygli á í skýringu 22. v. Arinbjamarkviðu. Skýringar
Kocks og Kuhns á vagna vára virðast hvortveggja geta staðist. En hvor um
sig útilokar hina, og hvorugum tekst að skýra vísuna alla.
Emst A. Kock hefur í útgáfu sinni í Den norsk-islandska skaldediktningen
látið prenta lokavísu Höfuðlausnar neðanmáls með fyrirsögninni Tillsats (með
kommu á eftir auga), og með tilvísun til skýringa sinna í § 1031 (Notationes
Norrœnæ). Þar fylgir sænsk þýðing, og sýnir Kock skáldlegt hugarflug sitt í
fyrra hlutanum:
Han njute skatter
som sánggud ögat,
som Vile vagnens
gudinnas grát!
Og í prósa: „... sásom sángarguden njöt sitt ögas jus, och liksom viljans,
ástundans, válviljans guddom njöt sitt guld“.
apo koinou
Maður er nefndur Russell G. Poole, málfræðingur og háskólakennari suður á
Nýja-Sjálandi. Hann birti fyrir fáum ámm ritgerð um Höfuðlausn.1 Þar er
margt skynsamlega rýnt, en mesta athygli mun vekja ráðning hans á gátu loka-
vísunnar. Hann skýrir fyrra helming vísunnar á sama hátt og Kuhn, en hinn
síðara sem Kock.
Þetta er því aðeins unnt að vagna vára gegni tvöföldu hlutverki í einu, og
með sinni merkingu í hvoru tilfelli. — Um þetta kemst Russell Poole svo að
orði: „The apo koinou requires that we understand both “vagna” and “vára” in
two different senses simultaneously" (95). Niðurstaðan verður þá: (Eiríkr kon-
ungr) njóti bauga (auðæfa) sem Bragi auga vagna vára (Óðins, sem veðsetti
1 Variants and Variability in the Text of Egill’s Höfuðlausn. Twenty Seventh Annual Conference
on Editorial Problems. Tlie Politics of Editing Medieval Texts, bls. 65-105. Ritstj. Roberta
Frank. New York, 1993.