Gripla - 01.01.2001, Page 98
96
GRIPLA
Sjálfur hóf Ámi Magnússon ungur að skrifa nákvæmlega eftir handritum.
Már Jónsson (1998:48^49) rekur dvöl hans á íslandi 1685-1686 og segir
(1998:56) að hann hafi þá fengið
þá húmanísku hugljómun að skrifa svo nákvæmlega eftir handritum að
hermt var eftir böndum og styttingum sem skrifarar á miðöldum og
síðar notuðu til að spara pláss.
Stefán Karlsson (1970b:290) bendir á að uppskriftir Áma eftir skinnbókum frá
1686 og 1688 „sem bomar verða saman við forrit“ séu „stafréttar og bandrétt-
ar að heita má“.3 Reyndar em uppskriftir Áma svo nákvæmar að þær hafa ver-
ið notaðar til að finna skrifara Vatnshymu (Magnús Þórhallsson) og stafsetn-
ingu Sturlu Þórðarsonar að hluta til (sjá Stefán Karlsson 1970b:290-297,
1988:54-56). En Ámi gerði ekki einungis kröfur til sjálfs sín um nákvæmni í
uppskriftum, heldur einnig skrifara sinna (Stefán Karlsson 1983:cii—ciii). Hér
á eftir verður vikið að nokkrum seðlum með fyrirmælum Áma til Eyjólfs
Bjömssonar um hvemig sá hinn síðamefndi skuli bera sig að við að skrifa upp
þrjár skinnbækur.4 Enn fremur verður vikið að uppskriftum Ásgeirs Jónssonar,
sem skrifaði einnig mikið fyrir Áma, með það fyrir augum að komast að því
hvenær Ámi hafi tekið upp á því að láta skrifara sína líkja eftir stafsetningu
skinnbóka sem skrifaðar vom upp. Því næst verður fjallað um dóma Ama um
vinnubrögð annarra manna, og reynt að grafast fyrir um hugsanlegar fyrir-
myndir hans hvað varðar gagnrýni hans og nákvæmni í vinnubrögðum.
3 Að dæmi Odds Einars Haugens (1995:71-78) hef ég kosið að aðgreina uppskriftir og útgáfur
á eftirfarandi hátt: Með táknréttri uppskrift er átt við uppskrift þar sem skrifuð eru öll bönd og
allir stafir sem koma fyrir í forriti. Gerður er greinarmunur á mismunandi d,f r, s og v ('d’ :
‘ö’, ‘f’ : ‘f’, ‘r’ : ‘t’, ‘s’ : ‘f’ og ‘v’ : ‘p’) og ekki er leyst upp úr böndum og skammstöfunum.
Með staftáknréttri uppskrift er átt við sams konar uppskrift, nema hvað leyst er upp úr bönd-
um og skammstöfunum en auðkennt með skáletri eða undirstrikun hvemig það er gert. í staf-
réttri uppskrift er ekki tekið tillit til þátta sem eru eingöngu skriftarlegir, þ.e. ekki er gerður
greinarmunur á mismunandi d,f o.s.frv.; auðkennt er þó hvemig leyst er upp úr böndum og
skammstöfunum. Stefán (1970b:290) notar hér stafréttur í merkingunni ‘staftáknréttur’ og
uppskriftir Ama em því táknréttar („að heita má“).
4 Rétt er að taka fram að ekki hefur verið gerð sérstök leit að fleiri seðlum frá hendi Áma með
leiðbeiningum af þessu tagi.