Gripla - 01.01.2001, Page 101
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
99
Res. 3“ þar sem það var þriðja í röðinni í skrá Áma yfir íslenskar og norskar
skinnbækur í safni Resens (1970a:269-270).7
Ekki verður sagt að Eyjólfur hafi skrifað gisið, en spássíur eru frekar stórar.
Handritið sem Ámi sendi Eyjólfi til að styðjast við — við uppskrift Guð-
mundar sögu — er AM 398 4to frá öðmm fjórðungi 17. aldar með hendi Jóns
Pálssonar (Stefán Karlsson 1960:184, 1997:188-189). Stefán hefur sýnt fram á
að AM 397 4to og 398 séu skrifuð eftir sama forriti, en hefur einnig bent á að
orðamunur 397 og 398 sé meiri á fyrstu síðunum en annars staðar (1960:185-
186), sem bendir til að fyrsta blað skinnbókarinnar hafi verið orðið lélegt og að
Jón og Eyjólfur hafi hvor um sig verið í vandræðum með að skrifa það upp.
Einnig hefur 398 verið leiðrétt eftir 397 og orðamunur úr 398 hefur verið skrifað-
ur á spássíur í 397; Stefán telur að þetta hafi verið gert á 18. öld (1960:186-187).
Það kemur ekki fram að Ámi hafi látið Eyjólf skrifa upp tvær fyrstu blaðsíður
skinnbókarinnar að nýju eða að hann hafi borið uppskriftina saman við forritið.
Ámi gefur Eyjólfi fyrirmæli um að hafa stafagerðina íslenska en ekki latn-
eska, sem hlýtur að merkja að Eyjólfur eigi að gæta sín á að nota bagga-f þ.e.
'p’, en ekki karlunga-'f og fleira af því tagi, en túlka verður þessi orð sem svo að
Eyjólfur eigi að líkja eftir stafanotkun handritsins. Eyjólfur hlýðir Áma og leys-
ir ekki úr böndum, hefur strik upp yfir stöfum og gerir greinarmun á hástöfum,
lágstöfum og hásteflingum eins og ætla má að hafi verið í forriti hans. Hann
skrifar bæði ‘s’ og T og ‘r’ og Y. Reyndar hlýðir hann Áma ekki til fulls þar
sem hann býr til síðlegg eða hala niður fyrir línu á t og dregur aftasta legginn á m
(stundum) niður fyrir línu, sbr. hér á eftir. Athyglisvert er að Ámi kallar r „lang
r“, þar sem það getur nú varla talist tiltakanlega langt, en e.t.v. hefur tilgangur
hans verið að greina r frá / þar sem leggurinn á r er beinn en krókóttur á i.
‘Þeir önuglegu drættir’ á t sem Ámi nefnir hljóta að vera hali niður fyrir
línu, sem kemur fyrir í skrift 15. aldar. Halinn á i líkist t.d. síðlegg á j og y.8
7 Þess má geta að Stefáni var ókunnugt um tilvist þessa seðils Áma í JS 480 4to þegar hann
skrifaði grein sína um handrit Guðmundar sögu Amgríms (1960), sbr. neðanmálsgrein í grein
hans um Resenshandrit sem birtist 10 ámm síðar (1970a:27I).
8 Þessi hali á i kemur reyndar fyrir í 14. aldar bréfum og er, eins og hali á m og «, upphaflega
notaður í léttiskrift sem var fyrst og fremst notuð á bréf. Elsta bréf með t af þessari gerð er
skrifað 1339 á Reykjum íTungusveit (BergenUB dipl, sjá/O Faksimiler:& (nr. 12)). Jón Þórðar-
son, annar aðalskrifari Flateyjarbókar (GKS 1005 fol), notar einnig i af þessu tagi þótt skrift
hans verði seint kölluð bréfaskrift. Tveir aukaskrifaranna þriggja í meginstofni Flateyjarbók-
ar (eldri hluta frá 1387-1394) skrifa einnig i með hala þótt önnur léttiskriftareinkenni séu ekki
fyrir hendi (sjá Flateyjarbók 429. og 437. dálkur). Hinn aðalskrifari Flateyjarbókar, Magnús
Þórhallsson, lætur i ekki ná niður fyrir línu. þrátt fyrir að skrift hans beri meiri keim af bréfa-
skrift 14. aldar heldur en skrift Jóns.