Gripla - 01.01.2001, Síða 102
100
GRIPLA
Þessi orð Áma benda því frekar til þess að handritið sé frá 15. öld, jafnvel
miðri öldinni, en frá 14. öld, vegna þess að þeir ‘önuglegu’ drættir, sem Ámi
kallaði svo, verða ekki algengir í handritum fyrr en líður á 15. öldina.9 Stefán
Karlsson taldi að forrit AM 397 4to og AM 638 4to hefði verið skinnbók frá
lokum 14. aldar eða „varla yngra en frá því um 1400“ (1960:188). Hann hefur
síðar efast um það og benti mér á að lýsing á skrift og stafsetningu Orms Lofts-
sonar í Sth perg 2 fol frá 2. fjórðungi 15. aldar (sjá Foote 1962:11, 14—17) ætti
afar vel við forrit Eyjólfs, þ.e.a.s. ef marka má uppskriftir Eyjólfs, og í skrift
Orms væri gott dæmi um síðleggi af þessu tagi eins og þeir koma fram í skrift
15. aldar, m.a. á t. Reyndar ber skriftarlagi Eyjólfs vel saman við skrift Orms
(sjá Foote 1962). Hér verður þó ekki seilst svo langt að telja að Ormur hafi
skrifað forrit Eyjólfs, enda kalla fullyrðingar um skrifara forritsins á frekari
rannsóknir. Helstu frávik eru þau að Ormur skrifar tvíliólfa-a (‘a’) en Eyjólfur
einshólfs-ö (‘a’) (þó skrifar hann tvíhólfa-a? (‘ea’)). Enn fremur er z ekki af
sama tagi hjá þeim og Ormur virðist nota klofið-r sem ég hef ekki rekist á hjá
Eyjólfi, sem gæti reyndar átt sér þá skýringu að Eyjólfur hafi ekki séð ástæðu
til að líkja eftir slíku r. Að öðru leyti er margt líkt.
Orð Áma um Guðmundardrápu skýra hvers vegna Eyjólfur skrifaði hana
ekki, en ekki er vitað til að Eyjólfur hafi skrifað meira eftir handritinu en Guð-
mundar sögu og Nikulás sögu (Stefán Karlsson 1960:188).
Seðillinn með fyrirmælunum er ekki skrifaður af Árna Magnússyni, held-
ur virðist hann vera skrifaður af Þórði Þórðarsyni sem skrifaði mikið fyrir
Árna á Skálholtsárum hans 1702-1712; Þórður varð síðar ráðsmaður í Skál-
holti (Páll Eggert Ólason 1952:119-120).
Miðinn hefur í fyrsta lagi verið skrifaður 1706 þegarÁmi var kominn aftur
til landsins eftir vetrardvöl erlendis, enda var það ekki fyrr en í júní 1706 sem
hann fékk handrit léð úr Háskólabókasafninu til að fara með til íslands (AM
Embedsskrivelser:200, Stefán Karlsson 1970a:270). Ekki er vitað hvenær Eyj-
ólfur skrifaði Stafangursbréfin, en þó virðist hann ekki vera búinn að því
1706, því að þá skrifar Ámi Christian Reitzer prófessor og segist ekki mega
sjá af þeim (AM private:313). Ámi skrifar Reitzer aftur 1707 og segir ekkert
liggja á að skila bréfunum, þar sem enginn geti lesið þau rétt í Noregi og þau
haft enga þýðingu fyrir biskupsstólinn (AMprivate:313). Eyjólfur virðist enn
9 Ami hefur stundum orð á því í greinargerðum með bréfauppskriftum að einstakir stafir séu með
óþarfa öngum, krókum og strikum, sbr. eftirfarandi orð á miða með AM dipl isl apogr 894 (sjá 10
Tekst: 61): „Þetta Oddgeirs biskups bref er ritad med krököttre skrift, hafande anga og öþarfa
strik ut ur stófunum, alika og siest i Norskum brefum" (sjá einnig 10 Teksr.21, 34 og 10 Faksi-
miler. 18,20-21, 39 (nr. 26,29,52)). Hér er um að ræða 14. aldar bréfaskrift (gotneska léttiskrift).