Gripla - 01.01.2001, Side 103
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
101
ekki vera búinn að skrifa upp bréfin síðla sumars 1708, þegarÁmi fór utan til
Kaupmannahafnar til vetrardvalar (Már Jónsson 1998:260), því að hann skrif-
aði biskupinum í Stafangri í apríl 1709 (AM private:60-63), fullur afsökunar
yfir því að hafa ekki getað skilað bréfunum. Haustið 1710 taldi Ámi hins
vegar að hann hefði getað skilað bréfunum á því ári, en ekki þorað það vegna
ófriðar (AM private:375). Stefán Karlsson segir að fullvíst sé að Eyjólfur hafi
„skrifað upp meginefni Membr. Res. 3 á íslandi, líklega 1710“ (1970a:271).
Már Jónsson telur að Ámi hafi látið skrifa upp skjöl í stórum stíl ekki síðar en
veturinn 1709-1710 (1998:285) og er sennilegast að Stafangursbréfin hafi
verið þar á meðal. Reyndar fór það svo að Ámi skilaði aldrei bréfunum, þrátt
fyrir að biskupar gengju eftir þeim (sjá t.d. AM private:70-7\), og var þeim
ekki skilað fyrren 1937 (Betænkning:72).
Gera verður ráð fyrir að Eyjólfur hafi lokið við að skrifa upp bréfin áður
en hann tók til við að skrifa upp Membr. Res. 3. Hins vegar er hugsanlegt að
hann hafi ekki skrifað Stafangursbréfin og Membr. Res. 3 upp fyrr en 1711
eða 1712, því að til eru þrjár kvittanir af hálfu Áma frá 1710 og 1712 um að
Eyjólfur hafi fengið greidd skrifaralaun (Slay 1960:14). Ámi skrifaði Eyjólfi
bréf vorið 1712 og segist hafa fengið frá honum gömul kálfskinnsbréf og eftir-
rit þeirra með hans hendi; sendir honum einn dal og segir að þeir séu þá kvittir
(AM private:78). Ekki er ástæða til að ætla að þessi kálfskinnsbréf hafi verið
Stafangursbréfin, þar sem Eyjólfur skrifaði upp fleiri bréf fyrir Áma.
Ekki er vitað hvenær Ámi skilaði Membr. Res. 3 á Háskólabókasafnið, en
eins og fram hefur komið gat hann verið seinn til þegar hann átti að skila bókum
og skjölum (sbr. Finnur Jónsson 1930:161). Auðvitað er hugsanlegt að Ámi hafi
aldrei skilað bókinni og að hún hafi bmnnið hjá honum en það verður að teljast
ólíklegt því að Resensbók (AM 399 4to, sjá næsta kafla), sem einnig hefur að
geyma Guðmundar sögu biskups, bjargaðist hjá Áma en langsennilegast er að
bókum hans hafi verið raðað eftir efni; og það sama hafi gilt um bækur í láni.
Seðillinn í JS 480 4to hlýtur að hafa legið með öðru hvom handritinu, AM
397 4to eða AM 638 4to. Það liggur hins vegar ekki í augum uppi hvemig á
því stendur að seðill frá Áma hefur lent inn í handrit Hálfdanar Einarssonar;
það gæti hafa gerst hjá Jóni Sigurðssyni, eiganda þess, en það gæti einnig hafa
gerst hjá Hálfdani sjálfum sem var í Kaupmannahöfn 1750-1755 (Páll Eggert
Ólason 1949:236). Jón Samsonarson rakst á seðilinn þegar hann var að blaða
í bókmenntasögu Hálfdanar í Landsbókasafni og vakti athygli á honum. Síðar
var hann hafður til sýnis á handritasýningu Stofnunar Áma Magnússonar 1978
með nokkrum handritum Guðmundar sögu biskups, þar á meðal 397 og AM
398 4to (Handritasýning: 18-19).