Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 104
102
GRIPLA
3. Resensbók (AM 399 4to)
AM 399 4to (Codex Resenianus, Resensbók) frá um 1330-1350 hefur aðeins
að geyma Guðmundar sögu A („elstu sögu“) (KatAM 1:604-605, Stefán Karls-
son 1983:xli). A seðli sem fylgir handritinu hefur Ámi Magnússon skrifað
eftirfarandi:
þeffa guömunöar Sðgu fkrifar Eyolfur Biðms fon in 4to meö mockuö'
ftomw margimbus, accuratiffimé, með ðllum bönöum og öuctibus
literarum. ætlar papir auöan iyrer þar fem i vantar, og tekur pappirs
bokena meö til aö ftyöia fig viö, enn truer henne þö ei ofmikjö. þvi hun
er ei accurata Satis. lemwiata Capituw; fkrifaft og.10
Ekki er vitað til að Eyjólfur Bjömsson hafi skrifað upp Resensbók eftir
þessum fyrirmælum Áma; hafi hann gert það er uppskriftin týnd (Stefán
Karlsson 1960:188, 1983:ciii, nmgr.). Ámi Magnússon fékk Resensbók að
láni 1706 og var ekki búinn að skila henni á Háskólabókasafnið þegar það
brann 1728, en það varð henni til bjargar (Stefán Karlsson 1960:187, 1970a:
270-271). Gera má því skóna að Ámi hafi ekki skilað bókinni vegna þess að
hann átti eftir að láta skrifa táknrétt eftir henni, en Eyjólfur hafi aldrei gert það
af ókunnum ástæðum.
Miði Áma hlýtur að vera skrifaður um svipað leyti og fyrmefndur seðill í
JS 480 4to, eða á árunum 1706-1712. Ámi hefur jafnframt ætlað að lána Eyj-
ólfí pappírshandrit til að hafa til hliðsjónar. Það handrit getur varla verið annað
en AM401 4to, sem er skrifað afÁsgeiri Jónssyni að mestu og Eyjólfí (120-
121. og 138. bl.) fyrirÁma í Kaupmannahöfn 1686-1689 (Stefán Karlsson
1983:xcix, ci-ciii). Uppskriftin í 401 er hvorki staftáknrétt né táknrétt, og
varla stafrétt heldur (sjá bls. 111 hér á eftir); undantekning er fjögurra blaða
eyðufylling framarlega í handritinu (6.-9. bl.), sem er skrifuð táknrétt eftir AM
394 4to af óþekktum skrifara (sjá Stefán Karlsson 1983:cii—ciii). 394 er skrif-
að af Jóni lærða Guðmundssyni 1592, en Jón skrifaði eftir Resensbók (Stefán
Karlsson 1983:liv—lv, lxxxvi o. áfr.). Stefán telur líklegt að Ámi hafi eignast
394 í síðasta lagi 1707-1709 (1983:xcviii), en hins vegar að eyðufyllingin hafi
varla verið skrifuð fyrr en Ámi tók upp á því að láta skrifara sína skrifa tákn-
rétt þegar komið var fram yfir 1700 (1983:cii—ciii). Svo virðist sem skrifarinn
10
Seðillinn er prentaður í Arni Magnússons levned og skrífter II (sjá Ámi Magnússon 1930:161),
auk þess sem Stefán Karlsson prentar hluta hans (1983:ciii).