Gripla - 01.01.2001, Page 105
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
103
hafi verið í lítilli æfingu, skriftin er stór og drættimir þykkir líkt og penninn
hafi ekki verið vel yddur. Ekki er óhugsandi að Ámi hafi fengið einhvem
skólapilt í Skálholti til að skrifa þessar fáu blaðsíður, til að athuga hvort við-
komandi hefði skrifarahæfileika.
Eftirtektarvert er að Ámi segir Eyjólfi ekki að vara sig á önuglegum drátt-
um á i, eða öðrum stöfum sem kunna að vera í handritinu, enda er það frá því
fyrir miðja 14. öld en Membr. Res. 3 hefur e.t.v. verið frá 15. öld. Reyndar er
skriftin á Resensbók með einkennum karlungaskriftar og svo ellileg að það
var áður talið allt að hálfri öld eldra (sjá Stefán Karlsson 1983:xxxix).
4. Skarðsbók postulasagna (SÁM 1)
AM 631 4to frá upphafi 18. aldar hefur að geyma Péturs sögu postula og Páls
sögu postula (KatAM 11:44-45). Handritinu fylgja seðlar með hendi Áma
Magnússonar og á seðli (merktum a) kemur fram að handritið er skrifað eftir
Skarðsbók postulasagna (sbr. KatAM 11:45), sem nú ber safnmarkið SÁM 1.
AM 628 4to og AM 636 4to eru einnig skrifuð eftir Skarðsbók (sbr. KatAM II:
43, 47). Fyrmefndur Eyjólfur Bjömsson skrifaði þessi þrjú handrit táknrétt
fyrir Áma Magnússon á árunum 1710—1712 (Slay 1960:14).
Á öðrum seðli (b) með hendi Áma sem fylgir 631 eru svohljóðandi fyrir-
mæli til Eyjólfs:
Þaö fem hier ur uppfkrifaft, fkal vera in 4t0.
2. ðrk i hveriu jkverej arke.
Infcriptiones Capitum. fkrifeft ofan íyrer hveriu Capite eins og i
membrana. þar fem þær vantar i membraná lateft ein lina auð fyrer
þeim. fyrer upphafs ftðfum öllum ætleft eyða framan i linur, eins og i
membraná, og giðreft eins margar ftuttar linur, fem i membraná eru,
fyrer ftðfunum; til þeff fieft giete hve ftðr fá eða fa upphafs ftafur hafi
i membraná vereö, og hvar hennar fkrifare tilætlað hafe aö vera
fkyllöe ftærre fectiones en/i almen/ielega. upp hafs ftafuren// fkrifeft þö
fmátt in/iani fkallan//, fo (fiáj ecki þurfi fiöar þar um aö villaft.
fkrifeft allt og binöeft accuraté, og obfervereft greinarmunur á s. og [.
o. og ð.!. og r. ö. og ð. etc."
11 Jóhannes Bjami Sigtryggsson skrifaði upp fyrir mig í Kaupmannahöfn seðlana sem fylgja AM
631 4to, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Þessi fyrirmæli eru prentuð í handritaskrá Áma-
safns (KatAM 11:45).