Gripla - 01.01.2001, Page 106
104
GRIPLA
, mtfttí írlrcinVflc jutcfl t|ir {5<$ur fiu . fít'ktr
i tfó rtifn. |ícrt-'nmu‘. £.mí?(T.hcttu
utkjÝ ccttytftftuf 1113 ruatutm jtftitt ncj$n>2.
v? tjra |Tuji Cciu Jv (yiy,
«{5 (iiuxtui oúTt -
tfCll lutft crtjuiftti>fl \}í[n |urMi%
áuft v Ucf’ut -i ctttkaTifa KúfftLÍ.
IjUTt
Tveggja postula saga Jóns og Jakobs í AM 636 4to, bl. 6v neðan til. Ritbönd Eyjólfs Björnssonar.
Ámi segir Eyjólfi að hafa ‘tvö örk í hverju arki’. Með því hlýtur hann að
eiga við að í hverju kveri eigi að vera tvær pappírsarkir. Skoðun á AM 636 4to
leiðir í ljós að í hverju kveri eru 16 blaðsíður eða 8 blöð (fjögur tvinn). Hver
pappírsörk hefur því enst í 8 blaðsíður eða fjögur blöð eða tvö tvinn. Orð-
myndin ark (hk.) er þekkt frá 16. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:25).
Eyjólfur fer eftir fyrirmælum Áma og skrifar fyrirsagnir kapítula við kafla-
skil og sleppir þeim þar sem þær vantar í Skarðsbók (sjá Slay 1960).12 Hann
skilur eftir eyðu í réttri stærð fyrir upphafsstaf og skrifar stafinn með smárri
skrift í eyðuna. Uppskriftimar eru táknréttar og gerður er greinarmunur á þeim
stöfum sem Ámi bað um að yrðu aðgreindir. Samanburður leiðir í ljós að Eyj-
ólfur líkir eftir stafagerð og stafsetningu. Spássíur í eftirritum Skarðsbókar em
stærri en í AM 397 4to og AM 638 4to og skriftin er örlítið stærri og gisnari.
Greinilegur munur er á stafagerð Eyjólfs í 636 og 638. Sem dæmi má
nefna að ekki verður séð að í 636 sé settur hali á i sem nær niður fyrir línu,
háleggir (á ‘b’, ‘h’, ‘k’, ‘l’, ‘þ’) eru ekki með belgjum, eins og þeir eru oft í
638, ‘a’ er tvíhólfa í 636 og skrifað er ‘ð’ og ‘ö’ (í samræmi við Skarðsbók).
Þriðji seðillinn með hendi Áma (c) sem fylgir 631 hefur um tíma legið á
milli 72. og 73. bls. í Páls sögu, og þar hefurÁmi svo fundið hann síðar, sam-
kvæmt því sem hann hefur skrifað á hann:
12 Ég þakka Hallgrími J. Ámundasyni fyrir að líta á AM 631 4to, AM 633 4to og AM 634-635
4to fyrir mig þar sem þau eru varðveitt í Kaupmannahöfn. Hann sendi mér einnig myndir af
nokkrum blaðsíðum úr 633 og 634-635 (sjá næsta kafla).