Gripla - 01.01.2001, Page 107
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
105
hier a aö continuera hinn fyrra papiren/;, fo þetta fylge hinu fyrra. En/;
hier þarf þö aö ætlaft iyrer ftorum ftaf.
Þeffe feöill la i pals Sögu p(oftu)la inter pagg. 72. et 73. ante Cap:
Nu er nöckz/ú vpe/'parit.
72. bls. Páls sögu er 36. bl. sögunnar (176. bl. handritsins), en sagan er alls 44
bl. (141r-184r). 34. kafli hefst efst á 177r. Fyrirmælin eru greinilega ætluð
Eyjólfi. E.t.v. hefur hann orðið pappírslaus aftarlega í Páls sögu og Arni orðið
að senda honum meiri pappír og fyrirmælin um leið. Sennilega hefur Eyjólf-
ur setið við skriftir hjá Ama í Skálholti, fyrst Ami veit upp á hár hvar hann er
staddur í uppskriftinni, en svo þarf ekki að hafa verið. Miðann hefur Ámi svo
fundið þegar hann var að fara yfir uppskriftina síðar. Lokaorð seðilsins eru
upphafsorð 34. kafla.
Seðlamir eru að líkindum skrifaðir síðla árs 1710 en Ámi virðist hafa
fengið Skarðsbók lánaða þá um sumarið eða snemma vetrar og haft hana með
sér í Skálholt (Slay 1960:14).
5. Meira um táknréttar uppskriftir
Til er bréf fráÁma Magnússyni til Eyjólfs Bjömssonar frá 28. maí 1712 þar
sem hann biður hann að skrifa fyrir sig Maríu söguna hina stóru úr Hmna og
biður hann að láta sig vita hvort hann hafi fengið bókina, og hvort pappírinn
nægi (segist senda 6 bækur af góðum pappír); enn fremur segirÁmi að Eyjólf-
ur geti fengið fé hjá Þórði Þórðarsyni (áðumefndum), „bæde til liósa“ og
skriftarlauna, „epter hendinne“ (AM private:7&). Bréfið er varðveitt í AM 434
fol og táknrétt uppskrift Eyjólfs á Maríu sögu er varðveitt í tveimur bindum í
AM 634—635 4to, en forritið er glatað (AM private:7K). Forritið virðist í fljótu
bragði hafa verið frá 15. öld, ef dæma má eftir belgjum á háleggjum. Ekki
virðast vera til fyrirmæli eða leiðbeiningar Áma vegna þessarar uppskriftar.
Allir fyrmefndir seðlar sýna svo að ekki verður um villst að Ámi lagði
mikla áherslu á að uppskriftimar litu út eins og forrit þeirra eftir því sem unnt
var.
Fyrirmæli Áma til Eyjólfs verða þó ekki talin dæmigerð, því að venjulega
gerði Ámi ekki svona miklar kröfur til skrifara sinna, nema varðandi fom-
bréfauppskriftir, sem nú eru kallaðar apógröf (apographa), sbr. eftirfarandi
klausu Jóns Olafssonar um uppskriftir (1930b:54):