Gripla - 01.01.2001, Qupperneq 111
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
109
Loth komst að því að handritin 18 væru skrifuð eftir 8 skinnbókum — hún
fann reyndar ekki forrit Brandkrossa þáttar í JS 435 4to, bl. l-8v, en Drop-
laugarsona saga í sama handriti, bl. 9r-33v, er eftir Möðruvallabók (AM 132
fol) (1960:209-212). Auk Möðruvallabókar eru þetta Codex Rantzovianus
(DonVar 137 4to) og skinnbók sem Ami Magnússon skipti síðar í tvennt, AM
68 fol og AM 310 4to (þessar þrjár voru í eigu háttsettra manna í Danmörku),
Vatnshyrna, Fagurskinna A og Fagurskinna B á Háskólabókasafninu og
bmnnu með því og GKS 1005 fol (Flateyjarbók) og GKS 2845 4to í Konungs-
bókhlöðu. Loth komst einnig að því að 5 skinnbókanna hefðu verið skrifaðar
upp í tengslum við Ama. Möðruvallabók og Codex Rantzovianus hafi verið
skrifaðar upp 1686—1688 er Asgeir bjó í Kaupmannahöfn; Fagurskinna B,
Vatnshyma, AM 68 fol og AM 310 4to hafi verið skrifaðar upp annað hvort
1686-1688 eða veturinn 1697-1698 —Ásgeir var þann vetur einnig í Kaup-
mannahöfn — en þar sem Þormóður var með Flateyjarbók, Fagurskinnu A og
GKS 2845 4to í láni á Stangarlandi hljóta þær að hafa verið skrifaðar upp hjá
honum 1688-1704 (1960:209-212).16 Sumar uppskrifta Ásgeirs hjá Þormóði
voru gerðar fyrir Áma, svo sem AM 301 4to eftir Fagurskinnu A (1960:211),
og er líklegt að þær hafi verið gerðar þegar Ámi var á Stangarlandi hjá Þor-
móði síðla árs 1689 (Már Jónsson 1998:86). Þess má og geta að Ámi skrifaði
sjálfur nokkrar síður í fjórum af þessum 19 handritum (Loth 1960:208).
Thott 1768 4to var skrifað eftir Möðruvallabók í fyrsta lagi um mitt ár
1687 (Jónas Kristjánsson 1966:xxxiii),17 en var sennilega skrifað haustið 1688
eins og AM 505 4to og AM 508 4to sem vom að öllum líkindum skrifaðar þá,
en AM 448 4to var hins vegar skrifað eftir Vatnshymu í síðasta lagi í ársbyrjun
1688 (Stefán Karlsson 1970b:289-290). Þetta bendir allt til að Ásgeir hafi
skrifað eftir skinnbókunum 5 á árunum 1686-1688.
16 Uppskriftir Ásgeirs með þessari sérstöku brotaskrift eru: AM 505 4to (Kormáks saga), AM 508
4to (Vfga-Glúms saga), AM 566 b 4to (Fóstbræðra saga), AM 1008 4to (Ölkofra þáttur, bl. 96r-
102v) og Thott 1768 4to (Fóstbræðra saga, bl. 176r-208r) eru eftir Möðruvallabók, auk JS 435
4to. Eftir Codex Rantzovianus er AM 66 4to (Gulaþingslög); eftir AM 68 fol er AM 77 a fol
(Ólafs saga helga) og eftir AM 310 4to er AM 311 4to (Ólaf saga Tryggvasonar). Eftir Vatns-
hymu eru AM 448 4to (Eyrbyggja saga), AM 501 4to (Hænsna-Þóris saga), AM 503 4to (Kjal-
nesinga saga), AM 517 4to (Flóamanna saga) og AM 559 4to (Vatnsdæla saga), auk ÍB 225 4to.
Eftir Fagurskinnu A em AM 301 4to og AM 303 4to og eftir Fagurskinnu B er OsloUB 371 fol,
eftir Flateyjarbók er AM 1008 4to (Hversu Noregur byggðist og Fundinn Noregur, bl. 1-1 lv)
og eftir GKS 2845 4to er AM 202 f fol (Hálfs saga og Hálfsrekka) (Loth 1960:209-212).
17 Áður var talið að Thott 1768 4to væri ekki beint eftirrit Möðmvallabókar vegna þess að það er
ekki eins nákvæm uppskrift og AM 566 b 4to, en Jónas Kristjánsson (1972:16-17) telur að
það sé beint eftirrit og að Ásgeir hafi gert það fyrir sjálfan sig eða Þormóð Torfason og þess
vegna vandað sig minna en þegar hann skrifaði fyrir Áma Magnússon.