Gripla - 01.01.2001, Page 114
112
GRIPLA
skriftum (1970b:298). Um OsloUB 371 fol (eftir Fagurskinnu B) sagði Finn-
ur Jónsson (1902-1903:vi):
Den synes at være udf0rt med en usædvanlig omhu og sáledes at origi-
nalens bogstavformer er efterlignede (som det lange r, v [angels.], Ð f.
Þ, for ikke at tale om retskrivningen i det hele). Naturligvis findes ogsá
sk0desl0sheder og ábenbare afvigelser fra orig. pá enkelte punkter.
Hér að framan var getið ummæla Finns um AM 301 4to og AM 303 4to, en að
auki hefur hann þetta um stafsetninguna að segja (1902-1903:ix): „Origina-
lens retskrivning er i disse to afskrifter nogenlunde godt bevaret."
Stefán athugaði stafsetninguna á stuttum köflum í AM 505 4to og AM 508
4to og bar saman við Möðruvallabók; hann segir (1970b:298):
Þama er stafsetningu forrits fylgt í meginatriðum, en meðferð banda er
mjög ónákvæm, oft leyst úr böndum og stundum bundið á annan veg
en í forriti. Að öðru leyti er ónákvæmni í stafsetningu helzt sú, að
broddum er sleppt, stundum sett e fyrir i í endingum og v og u notað í
samræmi við nútímastafsetningu ... Þrátt fyrir þessa ónákvæmni ...
gefur stafsetning Ásgeirs vísbendingu um stafsetningu Möðruvalla-
bókar ...
í framhaldi af þessu leit Stefán á Vatnshymuuppskriftir Ásgeirs og komst að
þeirri niðurstöðu að á þeim væri stafsetning sem væri svo lík stafsetningu á
Vatnshymuuppskriftum Áma Magnússonar að engin ástæða væri „til að ætla
að forrit Ásgeirs hafi verið með annarri hendi en forrit Áma“ (1970b:298).
Niðurstaðan af þessu yfirliti er því sú að treysta megi stafsetningu Ásgeirs
að mestu leyti þegar hann skrifar þessa sjaldgæfari brotaskrift vegna þess að
hann hafi vandað sig meira en ella, sennilega fengið óskir þar að lútandi. Það
bendir hins vegar til þess að Ámi hafi þegar árið 1686 verið farinn að biðja
skrifara sína að vera nákvæma við skriftirnar — a.m.k. stundum — þótt hann
hafi annað hvort ekki farið fram á að þeir væru jafn nákvæmir honum sjálfum.
Hugsanlega hefur hann beðið Ásgeir að skrifa stafrétt þótt hann bæði hann
ekki að skrifa táknrétt, eða að Ásgeir hafi ekki staðið fyllilega undir þeim
væntingum sem Ámi hafði til hans. En ljóst virðist að Eyjólfur Bjömsson og
Magnús Einarsson stóðu síðar undir þeim væntingum.
Ásgeir skrifaði sögur eftir Vatnshymu fyrirÁma á Kaupmannahafnarámm
sínum 1686-1688, eins og fram hefur komið (Stefán Karlsson 1970b:297-