Gripla - 01.01.2001, Síða 116
114
GRIPLA
Enn þetta er summa rei, ad þetta Exemplar er ein af þeim verstu bok-
um, sem eg handleikid hefi, og kann eigi þiena til neins annars enn ad
færa folk i allra stærstu villu. þvi einginn kann ur neinu ad ráda, nisi
ope alterius Exemplaris. Eg eydilagde þessa bok 1724 in Augusto,
uppa þad hun eingann skyllde i villu færa ...
Og um útdrátt úr þessu handriti frá Þorkeli Oddssyni segirÁmi (1930:170):
Reif eg so þesse blöd i sundur 1724, enn annoteradi þetta mier til
minnes, þvi fleire kynni þvflik onyt Excerpta til ad vera á Islandi, og
þiena þau alleina til ad villa folk.
Svo dreifízt vanvitskan um heiminn, eins vel sem vitskan.
Hér verður að hafa í huga að í raun og veru er Ámi að tala um sama verk-
ið, þ.e. annálasamsteypu Jóns Erlendssonar í Villingaholti. Annálshandrit Sig-
urðar Jónssonar (með hendi Sigurðar Bjömssonar) var eftirrit annálshandrits
Jóns og þriðja annálshandritið var útdráttur úr handriti Sigurðar (Ámi Magnús-
son 1930:166, 169). Hér var því um að ræða nýja gerð af annál sem hefur
farið ákaflega illa í Áma, en hægt er þó að fullyrða að harðorðir dómar hans
hafí ekki verið bundnir við þetta verk eitt og sér (sjá t.d. Már Jónsson 1998:
300, 302). Stundum líkaði honum ekki við verk þeirra sem unnu fyrir hann og
reif uppskriftir þeirra líka, t.d. eftirrit AM 772 b 4to sem Páll Pálsson hafði
gert (1930:198-199). Og Ámi var ekki einungis gagnrýninn á verk íslenskra
manna, sbr. þessi orð í AM 1 e þ II fol, bl. 53r:
Jslenöfka fem prentuð hefr vereö18 fyrer utan Jslanð (aö fkilia fðgu
bækr og loca ur þeim) er æreð öriett, aö frateknu þvi Bartholinus og
Torfæus hafa eöeraö (og er þad eiginlega ecki þc/m aö þacka) þö er
\>ad fkarft fem Verelius hefr prenta láteö.
Margt af þeffu er og illa translateraö.
Handritið er sagt skrifað í upphafi 18. aldar (KatAM 1:4); síðustu blöð þess
(85v-91r) eru þó skrifuð um 1688 (Stefán Karlsson 1970b:289). Már Jónsson
nefnir einnig gagnrýni Áma á útgáfur sem hann skoðaði í Leipzig, þar sem
stafsetningu hafði verið breytt og textinn úr lagi færður (1999:220-221); Már
tekur fram að hann hafi ekki treyst neinum (1999:227).
18 Fyrst hefur Ámi skrifað: „Jslenöfkar bækr, fem prentaöar eru“.