Gripla - 01.01.2001, Page 117
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
115
Gagnrýni Áma var þó ekki bundin við ákveðin verk eða ákveðna menn og
náði til hans sjálfs jafnt sem annarra. Hann viðurkennir m.a. að hann hefði getað
gert betur á yngri ámm, sbr. þessi orð á seðli við AM 902 b 14to (1930:201):
Copiann, sem eg skrifad hefi, er hvergi nærri so gód sem þetta ex-
emplar, er þó ritud epter þessu. enn ecki satis accuraté. Flíter hefur ad
nockrum hlut þvi ollad, ungdomur ad nockru.
Már Jónsson (1998:302-305) rekur fleiri dæmi af þessu tagi.
Vert er að hafa í huga að flest dæmin sem hér hafa verið nefnd em frá efri
árum Áma, frá 1724 og síðar. Ummæli hans um annálaverk Jóns Erlendssonar
eru frá 1724 og 1725 og uppskrift Páls Pálssonar reif hann 1728. Hér að fram-
an hefur einnig verið vitnað í orð Jóns Olafssonar úr Gmnnavík um skoðanir
Áma, en Jón hitti hann fyrst í desember 1726 (Jón Helgason 1926:15). Már
Jónsson segir að síðustu árin hafi Ámi verið „í blóma lífsins í fræðilegu tilliti,
aldrei öflugri í starfi og skýrari í hugsun“ (1998:305). Svo virðist því sem Ámi
hafi orðið kröfuharðari með aldrinum.
8. Nákvæmni
Már Jónsson (1998:41 —44) rekur í stuttu máli tilgang handritasöfnunar fræði-
manna á 17. öld, áhrif húmanismans á fræðimennsku aldarinnar og viðhorf
manna á íslandi og í Danmörku til handrita og fomra texta. Hann drepur
einnig á dæmi um aukna nákvæmni húmanískra fræðimanna sunnar í álfunni
og nefnir örfáa fræga menn því til staðfestingar, svo sem ítölsku 15. aldar
húmanistana Angelo Poliziano og Lorenzo Valla (1998:42, 55). Enn fremur
getur Már Jeans Mabillons nokkmrn sinnum og kynnir hann sem „vinsælasta“
fræðimann Evrópu undir lok 17. aldar (1998:55) og „helsta átrúnaðargoð
fræðimanna um þessar mundir“ (1998:83). Már segir hins vegar ekki berum
orðum að uppskriftanákvæmni Áma, sem hófst þegar hann var í vinnu hjá
Thomasi Bartholin (1684-1690), megi rekja til Mabillons, þótt hann nefni
nokkra höfunda þess lesefnis sem Ámi gæti hafa kynnst hjá Bartholin. Már
nefnir m.a. 16. aldar Frakkana Joseph Justus Scaliger og Isaac Casaubon (sjá
Reynolds & Wilson 1991:176) auk Mabillons, og rekur nákvæmni Áma til til-
hneigingar hans „til smásmygli“ og þekkingar á því „sem hann hafði aflað sér
við lestur bóka í Kaupmannahöfn og samtöl við húsbónda sinn“ (1998:56).
Sveinbjöm Rafnsson fullyrðir hins vegar að Ámi hafi þroskast sem sagnfræð-