Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 118
116
GRIPLA
ingur meðan hann vann hjá Bartholin (1987:298). Enn fremur segir Már að
Mabillon hafi verið fær í „að útrýma villum, nokkuð sem Ami stundaði af
kappi síðar“ (1998:361,24. amgr.).
Már hefði að ósekju mátt vera forvitnari um tildrög þess að Ámi gerðist
svo nákvæmur skrifari sem raun ber vitni og rekja starfshætti hans til strauma
í samtíð hans, svo og vísindahyggju og viðhorf. Hvenær hóf hann að láta
skrifara sína skrifa fombréf stafrétt upp? Og hvenær vaknaði áhugi hans á inn-
siglum? Varðandi strauma samtímans má nefha menn á borð við Mabillon og
Daniel van Papenbroeck (einnig stafsett Papebroch), sem var einn þeirra sem
hélt áfram þeirri miklu útgáfu á heilagra manna sögum, Acta Sanctorum, sem
Jean Bolland hóf (Reynolds & Wilson 1991:189, 284).
Á síðari hluta 17. aldar höfðu risið upp tvö fræðasetur þar sem textarann-
sóknir vom stundaðar af kappi, annars vegar var um að ræða benediktína-
klaustrið St.-Germain-des Prés í París og hins vegar útgáfufélag í Antverpen,
sem var stofnað af jesúítanum Jean Bolland (1596-1665) til að gefa út Acta
Sanctorum (Boyle 1992:83 og Traube 1965a: 16-18). Um þessi fræðasetur
segir Leonard E. Boyle: „It is to these two centers, not all that far apart, that
diplomatics and its by-product paleography owe their origin" (1992:83).
Líklegt er að Ámi Magnússon hafi kynnst riti Mabillons, De re diploma-
tica libri VI (1681), þegar hann vann hjá Bartholin veturinn 1684—1685, að
minnsta kosti telur Már Jónsson að svo gæti hafa verið (1998:44, 55). Rit
Mabillons olli straumhvörfum í athugunum á fombréfum, sem og handritum,
þótt í minna mæli væri (Traube 1965a:20-30, Reynolds & Wilson 1991:189).
Virðist Ámi hafa fylgt straumnum í því efni og það jafnvel betur en margir
samtímamenn hans, þrátt fyrir að Kaupmannahöfn hafi e.t.v. ekki verið
ákjósanlegasta aðsetur fræðimanna á tímum Áma miðað við ýmsar aðrar borg-
ir Evrópu (sjá Már Jónsson 1999:217, 218).
Papenbroeck tilheyrði flokki efahyggjumanna og fullyrti í ritgerð, sem
birtist í Acta sanctorum 1675 (Papenbroeck 1968), að nánast öll fombréf frá
Meróvingatímanum væm fölsuð (sjá Traube 1960a:18-20). Það verður að telj-
ast fullkomlega eðlilegt að bollandistar hafi lagt sig fram um að hafa það sem
sannara reyndist um dýrlinga, þ.e. að þeir hafi lagt sig sérstaklega eftir áreiðan-
leika skjala og annarra gagna sem snémst um hvort menn væm sannlega
nefndir helgir. Papenbroeck birti m.a. eftirgerðir (sennilega koparstungur) af
fangamörkum og bréfaskrift frá 7. öld með ritgerð sinni (sjá einnig Boyle
1992:83). Svo óheppilega vildi til að þessi fullyrðing jesúítans Papenbroecks
kom illa við benediktínaregluna. Hún varð að svara fyrir sig og það gerði Jean