Gripla - 01.01.2001, Page 120
118
GRIPLA
mikla áherslu á að Ámi hafi fyrst og fremst verið sagnfræðingur og að áhugi
hans á gömlum handritum og skjölum hafí helgast af því (1987:297 o. v.),
áhugi hans á fombréfum og innsiglum sýni að hann hafi verið fombréfafræð-
ingur í anda Papenbroecks og Mabillons (1987:315). Sveinbjöm telur einnig
að hann hafi verið undir miklum áhrifum frá franska sagnfræðingnum P. D.
Huet (1987:301, 311). Már Jónsson fullyrðir að Ámi hafi viljað „ná samanöll-
um heimildum til íslenskrar sögu“ (1998:285). Hann segir hann hafa helgað
sig rannsóknum á sagnfræði og landafræði þegar hann var í Leipzig (1999:
225) og ræður af gögnum hans að hann hafi haft mestan áhuga á miðaldasagn-
fræðiritum, þótt hann hafi verið mjög gagnrýninn á þau, enda efahyggjumaður
eins og svo margir samtímamenn hans (1999:220, 222). Már nefnir einnig að
Ámi hafi haft mikinn áhuga á postulasögum og helgisögum meðan á dvöl
hans í Leipzig stóð, þótt hann hafi hvorki sýnt biblíunni né guðfræði miðalda
áhuga (1999:219, 221). Hann veltir fyrir sér hvers vegna svo hafi verið (1998:
124):
Áhugi hans á sögum heilagra manna kann að hafa tengst athugunum á
íslenskum biskupasögum og því að fyrirmyndir allra ffæðimanna í
Evrópu voru útgáfur munkanna Mabillons og Papebrochs á dýrlinga-
sögum ...
Már (1998:124) segir enn fremur frá því að Ámi Magnússon hafi áformað að
senda Papenbroeck Jóns sögu biskups í latneskri þýðingu sinni til Antwerpen,
„vafalítið til birtingar“. Það mun hafa verið vorið 1696 í Leipzig sem Ámi
hafði þessi áform á prjónunum (Celsius 1930:159), en hvort hann sendi þýð-
inguna er ekki vitað.19 Ámi hefur auðvitað þekkt til útgáfu bollandista á Acta
sanctorum og því þótt við hæfi að senda Papenbroeck sögu af íslenskum
dýrlingi. Sveinbjöm Rafnsson fullyrðir að Ámi hafi þekkt til verka Bollands
áður en hann fór til Leipzig og að áform hans um að senda Papenbroeck Jóns
sögu til útgáfu sýni að störf bollandista hafi verið honum hugnanleg (1987:
302, 308). Og hafi hann þekkt Acta sanctorum hefur hann þekkt fyrmefnda
ritgerð Papenbroecks frá 1675.
Már bendir á að Ámi hafi nefnt Mabillon og fleiri fræðimenn sunnan úr
álfu sem fyrirmyndir í inngangi að útgáfu sinni á Sjálandskróníku frá 1695
(1998:136, 1999:228), sem sýnir aðÁmi var vel heima í því sem var að gerast
15 Þetta var kannað og bókaverðir í Belgíu fengnir til að leita, en sú leit hefur ekki borið árangur
enn sem komið er.