Gripla - 01.01.2001, Page 121
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
119
í fræðaheiminum sunnar í Evrópu.20 Már rekur mjög vel ferð Áma til Þýska-
lands, fróðleiksþorsta hans og bókaleit (1998:115-138, 1999). Sveinbjöm full-
yrðir að nákvæmni Áma í uppskriftum megi rekja til Leipzig-ferðarinnar og
þar hafi hann kynnst Papenbroeck og fombréfafræði betur en áður (1987:307,
308). Már tekur ekki jafn sterkt til orða en segir að Ámi hafi komið víðsýnni
úr ferðinni og „he never relinquished the sense of context and comparison that
he had acquired as a young man in Leipzig and surroundings“ (1999:232).
9. Lokaorð
Hér að framan hefur verið fjallað um nákvæmni Ama Magnússonar og hvem-
ig hún birtist í leiðbeiningum til skrifara hans og dómhörku um samtímamenn.
Birtur var áður óprentaður seðill fráÁma (í JS 480 4to) og fjallað um hann frá
ýmsum sjónarhomum; einnig var fjallað um fleiri seðla frá Áma af svipuðu
tagi, sem varpa ljósi á vinnubrögð hans.
Ámi hóf ungur, eða rúmlega tvítugur, að skrifa táknrétt eftir handritum
(Már Jónsson 1998:60-61, sbr. Stefán Karlsson 1983:cii), en virðist ekki hafa
farið fram á sömu vinnubrögð við skrifara sína fyrr en eftir 1700, er Eyjólfur
Bjömsson og fleiri vom látnir skrifa handrit og fombréf táknrétt upp. Áður
hafði hann þó látið Ásgeir Jónsson vanda sig við uppskriftir skinnbóka þótt
uppskriftir hans væm ekki táknréttar. Líklegt er að Ámi hafi fyrst og fremst
látið skrifa upp handrit og bréf táknrétt, sem hann bjóst ekki við að eignast.
Einnig kom fram að hann lét skrifara sína stundum fá eldri uppskriftir sama
handrits til hliðsjónar og til að auðvelda þeim verkið (sbr. seðlana í JS 480 4to
og AM 399 4to).
Nákvæmni Áma Magnússonar verður ekki rakin til neins eins manns; þar
hafa eðlisþættir hans sjálfs mest að segja. En starfshætti hans og viðhorf má án
efa að einhverju leyti rekja til þeirra strauma sem voru ríkjandi á síðari hluta
17. aldar. Þeim straumum hefurÁmi vafalítið kynnst vel þegarhann var í vinnu
hjá Thomasi Bartholin í Kaupmannahöfn og aftur á ferð sinni um norðanvert
Þýskaland. íslensk menning og rithefð og húmanísk viðhorf sem bámst til
landsins á 16. og 17. öld hafa auðvitað skipt máli,21 sem og uppeldi og nám hjá
20 Um yfirsýn Áma Magnússonar segir Jón Ólafsson (1930a:42): „Og í sama máta vom hönum
kunnigar allar editiones af prentuðum bókum, látínskum, þýskum og öðmm. sem um
merkilega lærða hluti höndluðu."
21 Hér hefur ekkert verið fjallað um vöxt og viðgang húmanismans á fslandi, en Peter Springborg
(1977), Jakob Benediktsson (1981) og Stefán Karlsson (1997:175-176) fjalla allir um endur-