Gripla - 01.01.2001, Side 128
126
GRIPLA
Jón Ólafsson úr Grunnavík samdi fyrstur ævisögu meistara síns, Áma
Magnússonar, sem hann kvaðst hafa lært meira af en nokkrum öðrum manni.
Jón lýsti Áma af eigin raun sem afbragði annarra; bláeygum, fasteygum, skýr-
mæltum og forkunnar rökföstum lærdómsmanni, sem skrifaði fáorðan stíl,
vorkynnti mannlegri skynsemi nokkuð, var hinn besti lagamaður og stundaði
jafnan alþýðu gagn í stjómmálum, gaf ekki gaum að dagdómum, sóttist ekki
eftir metorðum eða nafnbótum og mátti með sanni sökum mannkosta kallast
Islands æra.2 Þessa lýsingu á Áma Magnússyni lagði Jón Gmnnvíkingur í
hendur Halldóri Laxness sem með innsæi skálds skóp úr henni eyfæddan ást-
vin íslensku þjóðarinnar með tillærðu fasi heimsmanns.
Lífsafstöðu Áma Magnússonar til ritstarfa skýrði Jón Ólafsson svo, að Ámi
hefði verið hinn varúðarsamasti í bókaskrifum, vildi ekki fara með óþarfa og
enn síður ósannindi; kvað veröldina „allt of fulla af hégómabókum“ þó ei bætti
hann við. Ámi var svo vandlátur, að sögn Jóns, að hann kvað svo að orði, að
maður mætti nálega vera alla ævi að samansetja einn lítinn bækling.3 Ámi
Magnússon skildi eftir sig fáeinar stuttar ritgerðir, mikið bréfasafn og fjölda
skrifaðra seðla innan í handritum sem hann safnaði, en hann lifði ekki að sjá
eftir sjálfan sig utan eina prentaða bók.4 Líku máli gegndi um Jón Ólafsson úr
Grunnavík. Auk tveggja smágreina er hið eina verk sem út kom eftir hann með-
an hann lifði örstutt ævisaga Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups, prentuð í
Danske Magazin III. Kh. 1747. En varðveitt lesmál í handritum eftir Jón skiptir
tugþúsundum blaðsíðna og er drjúgur hluti þess ófrágengin drög að ritverkum.
Jón Helgason frá Rauðsgili setti saman sína fyrstu bók um nafna sinn, Jón
Ólafsson úr Grunnavík, og varði sem doktorsritgerð við Háskóla íslands í
janúar árið 1926.5 Jón Helgason var þá 27 ára fræðimaður á framabraut. Síðar
auðnaðist honum á liðlega fjörutíu ára ferli sem prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla að fullenda fjölmörg ritverk sem eru með því fremsta sem gert
hefir verið á sviði íslenskra fræða.6 Jón setti sér það mark með ritinu um Jón
Ólafsson Grunnvíking að segja ævisögu hans ítarlegar en áður hafði verið
2 Jón Ólafsson. „Ámi Magnússon." Merkir Islendingar IV. Þorkell Jóhannesson bjó til prentun-
ar. Rvk. 1950, bls. 41-50.
3 Jón Ólafsson. „Ámi Magnússon." Merkir íslendingar IV, bls. 43.
4 Kort og sandfxrdig Beretning/ Om Den viit=udraabte Besettelse udi Tistæd/ Til alles Efterret-
ning af Original=Akter og troværdige Dokumenter uddragen og sammen skreven. Kbh. 1699;
sbr. Ámi Magnússon. Galdramálin í Thisted. Andrés Bjömsson íslenzkaði og bjó til prentunar.
Rvk. 1962.
5 Jón Helgason. Jón Olafsson frá Grunnavík. (Safn Fræðafjelagsins V). Kh. 1926.
6 Stefán Karlsson. ,Jón Helgason prófessor 1899-1986.“ Tímarit Máls og menningar. 47. árg.
1986, bls. 3-13; Ólafur Halldórsson. „Jón Helgason." Andvari 122. ár. 1997, bls. 11-39.