Gripla - 01.01.2001, Page 129
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
127
Síða með uppskrift Jóns Ólafssonar á Skáld-
skaparmálum Snorra Eddu. Efst eru fornar vísur.
Undirþeim skýrir Jón vísur ífjórða parti Skáld-
skaparmála. A neðri liluta síðunnar liefst latnesk
þýðing Jóns á sama liluta með mynd hans af
Óðni, en í uppliaft þessa kafla Skáldskaparmála
eru rakin kenninganöfn Óðins. AM 429 II foi,
bls. 293. Ljósmynd: Jólianna Ólafsdóttir.
gert, greina ritstörf hans í tímaröð, rekja efni rita hans og dæma þau. Bók Jóns
Helgasonar er ótæmandi fróðleiksnáma, samin af manni sem var haldinn óbil-
andi þörf fyrir óskeikul rök sérhverrar fullyrðingar og gilti þá einu hverrar ald-
ar maður átti í hlut. Jón sá æviverk nafna síns Grunnvíkingsins með augum
20. aldar manns sem þoldi hvorki óskýra hugsun né þvælið orðalag og varð
óþolinmóður yfir öllu því lesmáli sem aldinn, allslaus og vonsvikinn 18. aldar
maður skrifaði með glórulausum fræðikenningum um uppruna og þróun nor-
rænnar menningar.
Jón Helgason virti mikils verk nafna síns Ólafssonar á fyrri hluta ævi hans.
Þá var rithönd Grunnvíkingsins afbragð annarra að skýrleik og fegurð, minn-
ið traust og afköst á ritvelli með fádæmum. Þá setti Jón Ólafsson saman vönd-
uð smárit á sinnar tíðar vísu um rúnafræði, málfræði og réttritun íslenskrar
tungu, hann safnaði drögum að íslenskri bókmenntasögu eða rithöfundatali, og
hóf vinnu að íslensk-latneskri orðabók, skrifaði um náttúru íslands, fugla,
fiska, steina og grös. Og að ósk Skúla Magnússonar, síðar landfógeta, samdi
Jón ritið Hagþenki, sem er einskonar stefnuskrá handa mönnum sem vilja
ástunda velferð föðurlandsins.7
7
Jón Ólafsson úr Grunnavfk. Hagþenkir. Þórunn Sigurðardóttir sá um útgáfuna. Rvk. 1996.