Gripla - 01.01.2001, Page 130
128
GRIPLA
Á hinn bóginn var Jón Helgason óspar á vanþóknun á skrif Grunnvíkings-
ins á hans efri árum, eða um það bil frá 1765 þegar Jón hafði nýlokið við nær
tíu ára vinnu (1757-65) við undirbúning nýrrar útgáfu Snorra Eddu á vegum
Ámanefndar. Jón Ólafsson skrifaði textann af natni eftir handritum, þýddi hann
og skýrði á latínumáli og gerði drög að teikningum af goðum og umhverfi
þeirra. Þetta verk Jóns er í fjórum stórum bindum í Ámasafni, samtals 2276
blaðsíður.8 En bið varð á prentun Eddu Jóni til sárra vonbrigða sem merkja má
í öllum hans skrifum til æviloka. Hann varð því löngum önugur og beiskur og
átti við lasleika og hugarvíl að stríða, laun hans voru skorin við nögl og hann
var úrkula vonar að sjá nokkur verka sinna útgefin á prenti. Á síðasta æviskeiði
vom fræðistörf hans mestmegnis falin í endurtekningum og viðbótum á því
sem hann hafði áður gert íslenskri tungu og menningu til góða, bréfaskriftum
heim til íslands og uppskriftum tíðinda úr Kaupmannahafnarblöðunum.
Jón Helgason prófessor og skáldið Halldór Laxness vom aldavinir. Til vin-
áttu þeirra má líklegast rekja að einhverju leyti að dómar Jóns Helgasonar um
verk Jóns Grunnvíkings á hans efri árum fylgdu Jóni Grindvicensis inn í
skáldverkið íslandsklukkuna og í ljósi þess hefir Grunnvíkingurinn oft verið
hafður að skotspæni. En sé litið á skáldverk Laxness sem spegil þjóðarsög-
unnar á 18. öld og Jón Grindvicensis sem eftirmynd Jóns Ólafssonar úr
Grunnavík, er vert að staldra við þá staðreynd, að Jón Ólafsson var aðeins tutt-
ugu og þriggja ára þegar hann ásamt öðrum íslenskum stúdentum barg safni
Áma Magnússonar undan eldinum í Kaupmannahöfn 1728 og skrifaði eina
skilmerkilegustu lýsingu á borgarbrunanum sem til er.9 Tveimur ámm síðar sat
Jón Ólafsson við banabeð meistara síns Áma Magnússonar. Jón Gmnnvíking-
ur var þá tuttugu og fimm ára eða litlu yngri en Jón Helgason var þegar hann
skrifaði doktorsritgerð sína um Jón Ólafsson.
í þeirri von að geta fyllt örlítið upp í þá mynd sem þegar er til af Jóni
Ólafssyni úr Grunnavík verður í eftirfarandi máli lítillega vikið að ævidögum
hans, einkum grafist fyrir um aðstæður hans í Höfn, iðju hans þar við að skrifa
upp heimstíðindi og að lokum horft eftir viðhorfum samtíðarmanna til hans.
AM 429 fol.
Þórhallur Vilmundarson. „Bruninn mikli í Kaupmannahöfn 1728.“ Söguslóðir. Afmælisrit
helgað Ólafi Hanssyni. Rvk. 1979, bls. 389-415; Jón Ólafsson frá Grunnavík. „Relatio af
Kaupinhafnarbrunanum sem skeði í október 1728.“ Upplýsingaröldin - Unal úr hókmenntum
18. aldar. Víkingur Kristjánsson og Þorfmnur Skúlason tóku saman. Rvk. 2000, bls. 71-85.
9