Gripla - 01.01.2001, Side 131
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
129
2. Æviágrip Jóns Ólafssonar
Jón Ólafsson var fæddur á Stað í Grunnavík í Jökulfjörðum norðan við Djúp
í ágúst 1705. Móðir hans var Þórunn Pálsdóttir Jónssonar prests á Melstað í
Miðfirði. Föður sinn, Ólaf Jónsson prest á Stað, missti Jón, þá tveggja ára, í
stóru bólu haustið 1707. Jón var alinn upp í Víðidalstungu frá því hann var sjö
vetra sveinn, en þar á bæ var þá eitt stærsta bókasafn landsins og sögur lesnar
fyrir vinnufólki á kvöldvökum í bakstofu á vetrardag eða farið í leiki.10 Faðir
Jóns var prestssonur frá Stað í Súgandafirði, lærði í Skálholtsskóla og var síð-
ar kirkjuprestur í Skálholti (1698-1703).11 Séra Ólafur var orðfræðingur og
tímatalsfræðingur, þýðandi og skáld á íslensku jafnt sem latínu og hebresku og
setti saman þykkt predikanasafn, líklega meðan hann var í Skálholti, og er
handritið varðveitt í Ámasafni.12 Jón sonur hans erfði predikanasafnið og sótti
þangað huggun þegar leið að honum á gamals aldri í Höfn. Viðbætur, undir-
strikanir og spássíugreinar með hendi Jóns sýna hve vandlega hann las það og
notaði við orðtöku í stórvirki sitt, drög að íslensk-latneskri orðabók sem varð-
veitt er í níu stórum bindum íÁmasafni.13
Áma Magnússyni var brýn þörf á glöggum og velskrifandi íslendingum,
því að hann hafði margar bækur að láni utan af íslandi með lýrirheitum að skila
þeim aftur þegar hann hefði látið skrifa þær upp. Ámi falaðist eftir Jóni Ólafs-
syni sem þá hafði lokið námi í Hólaskóla og var í þjónustu Páls Vídalíns lög-
manns, orðinn vel þjálfaður í að lesa handrit með íslenskri fomskrift, jafnt og
snúa íslenskum textum á latínu. Jón sigldi til Kaupmannahafnar með Höfða-
skipi haustið 1726 og gerðist handgenginn Áma Magnússyni, varð lærisveinn
hans og skrifari, og var í önnum fyrstu tvö árin eftir að hann kom til Hafnar að
skrifa upp eftir bókum sem Ámi varðveitti.14 Ámi Magnússon lést í janúar
1730 og Mette kona hans um haustið sama ár. Hjónin fólu Kaupmannahafnar-
háskóla bókasafn Áma og auk þess var svo mælt fyrir í erfðaskrá þeirra að
ávöxtum af eignum þeirra skyldi varið til styrktar einum eða tveimur íslenskum
stúdentum við safnið og var þeim ætlað var að uppskrifa handrit og búa þau til
10 Jón Helgason. „Bækur og handrit að tveimur húnvetnskum höfuðbólum á 18du öld.“ Lands-
bókasafn íslands. Árbók 1983. Rvk. 1985; Jón Ólafsson. „Um þá lærðu Vídalína." Merkir ís-
lendingar IV, bls. 135.
11 Séra Ólafur Jónsson á Stað í Grunnavík. „Æfisaga." [Útg. Hannes Þorsteinsson.] Blanda IV.
(Sögurit XVII). Rvk. 1928-1931, bls. 209-228.
12 AM 1043 4to.
13 AM 433 fol.
14 Jón Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 16-17.