Gripla - 01.01.2001, Síða 133
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
131
entist.17 Jón fór aftur til Hafnar árið 1751 að ósk Bemhard Möllmann, hús-
bónda síns við Ámasafn. A næstu ámm hafði hann mörg jám í eldi; hóf af
miklum móð undirbúning útgáfu Snorra Eddu sem áður var getið, skrifaði
langt mál um hvaða bækur íslenskar væri æskilegt að prenta, hélt ótrauður
áfram að draga saman efni í íslensk-latneska orðabók og íslenskt rithöfundatal
og gerði áætlanir um yfirgripsmikið alfræðirit sem átti að ná yfir öll svið fom-
norrænnar menningar. En uppúr þessu fór að halla niður í dökka dalinn í lífi
hans og minna varð úr verki en til stóð. Jón Ólafsson lést 17. júní árið 1779.
3. Dagar Jóns Ólafssonar í Höfn
Á víð og dreif skráði Jón sjálfur kafla úr lífsbraut sinni og gæti sagnagerðar-
maður með innsæi og yfirlegu gert úr þeim sannferðugan aldarspegil sem
sýndi lífshætti íslensks fræðimanns í Kaupmannahöfn á 18. öld. Dagbók Jóns
yfir árin 1725-1731 með fáeinum slitróttum greinum um næstu ár á eftir er
varðveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, lítil bók, bundin í ljósa
skinnkápu undir markinu Nks. 251 8vo. Á Stofnun Áma Magnússonar á íslandi
er varðveitt lítið vasakver Jóns, AM 273 8vo, sem er eiginlega dagbók hans frá
ámnum 1739-1743, samansett úr minnisblöðum innsettum í prentað Kaup-
mannahafnaralmanak reiknað og samanskrifað ár eftir ár af Christian Horre-
bow (1718-1776) stjamfræðingi sem sat samtíða Jóni á Tumi og reiknaði gang
himintungla. Við þessi kver verður stuðst hér á eftir, einkum þó hið síðar-
nefnda, þó án síendurtekinna tilvísana. í dagbókina frá 1739-43 skrifaði Jón ís-
lenskar tímaviðmiðanir, merkti komu þorra, góu og einmánaðar, byrjun og lok
vertíða, sumardaginn fyrsta, vinnuhjúaskildaga og alþing. Jón hripaði þar niður
dvalarstaði sína og kunningja sinna, skuldir sínar og bókalán og strikaði yfir
hverja klausu við skuldaskil. Stöku minnisgreinar skrifaði hann leyniletri, við
suma daga latneskar bænir, og vor og haust skráði hann siglingar íslandsfara.
Þriðja meginheimild um daga Jóns í Höfn er bréfasafn hans sem varðveitt
er á um það bil fjórtán hundruð þéttskrifuðum blaðsíðum í þremur þykkum
bindum í Ámasafni og að auki eru mörg bréfa hans á Landsbókasafni.18 I
bréfasafninu em annarsvegar stuttorð ágrip sem hann gerði framanaf og hélt
eftir í Höfn og hinsvegar heil afrit eða uppköst bréfanna sem hann gerði handa
17 Sjá til að mynda bréf Jóns til unnustu sinnar í AM 996 4to I, bl. 151-154; sbr. Jón Helgason.
Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 256-258; Guðrún Ása Grímsdóttir. „Um Jón Ólafsson úr
Grunnavík". Hrseringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns. Rvk. 1994, bls. 13-14.
18 AM 996 4to I—III; JS 124 fol.; sbr. Jón Helgason. Jón Ólafssonfrá Grunnavík, bls. 323-327.