Gripla - 01.01.2001, Page 134
132
GRIPLA
sjálfum sér á seinni hluta ævinnar.19 Tíðindaskrifum kunningja utan af fslandi
hélt Jón saman og gerði úr einskonar íslands annál yfir ævitíð sína.20 í bók
sinni um Jón Olafsson, kemst Jón Helgason svo að orði að í framtíðinni verði
bréfum Jóns Olafssonar gaumur gefinn af þeim sem stunda sögu og bók-
menntir 18. aldar.21 Sú hefir þó enn ekki orðið raunin.
Fjórða meginheimild um ævitíð Jóns Ólafssonar í Kaupmannahöfn er safn
fréttapistla hans þaðan og verður lítillega vikið að þeim hér á eftir.
I Kaupmannahöfn var Jón einhleypur maður alla tíð og jafnan í leiguher-
bergjum í híbýlum iðnaðarmanna við lágt settar hliðargötur þar sem var stöðug
flóðahætta í vatnsveðrum. Hann skrifaði í dagbók sína við 24. desember 1726
„Kom eg inn á Klaustur fyrst.“22 Af því má ráða að úr því hafi Jón notið fæðu
á ríkisins kostnað í Kommunitetinu við Norðurgötu. Eftir Kaupmannahafnar-
brunann haustið 1728 var mötuneytið aflagt um sinn og Jón á hrakhólum; hann
skipti oft um herbergi, var fyrst í Lille færge stræde, flutti þaðan í Dybensgade
og var þar hálfan mánuð ásamt Vigfúsi Jónssyni frá Hítardal sem kom með
Búðaskipi haustið 1728, en Vigfús fluttist síðan í Litlu grænugötu. Um miðjan
febrúar 1729 var Jóni sagt upp herberginu í Dybensgötu og flutti hann þá aftur
í Lille færge stræde, en 21. nóvember 1729 skrifar hann í dagbók sína „vorum
við Vigfús introduæraðir til Regentz so eg fekk mína fyrstu líkpeninga“.23 Ekki
er þó víst að Jón hafi verið til húsa á stúdentagarðinum Regensen.
Eftir að hann varð styrkþegi við safn Ama Magnússonar var hann ávallt til
húsa nærri kirkjuloftinu við Rundetám sem hýsti Háskólabókasafnið. Eftir
dagbókinni 1739—43, sem nú verður fylgt, flutti hann í febrúar 1739 úr Regne-
gade til vagtmeistarans Gellermann í Skindergade og greiddi 24 skildinga fyrir
vikuna sem reiknað var að byrjaðist á laugardegi. Kost hafði hann hjá kjallara-
konu og borgaði henni hvert laugardagskvöld 28 skildinga fyrir að „ganga
fyrir sig“ með hans eigin orðum sem merkja, að konan eða matburðarstúlka í
hennar stað, gekk á markað, keypti matföng og öl handa Jóni, eldaði handa
honum og þreif herbergið hans sem og krús hans og leirskál og könnu sem
hann lét bæta fyrir eigin reikning ef brotnuðu. Vaskarakonur með sínum litlu
stelpum þvoðu flíkur hans, skraddarar lituðu og löguðu mórauð föt hans, skó-
19 Sbr. „Úrval bréfaskrifta Jóns Ólafssonar úr Grunnavík." Guðrún Ása Grímsdóttir bjó til prent-
unar. Vitjun sína vakta ber. Ritstj. Guðrún Ingólfsdóttir • Svavar Sigmundsson. Rvk. 1999, bls.
103-142.
20 AM 995 4to og JS 472 4to; sbr. Jón Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 329-332.
21 Jón Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 324.
22 Nks. 251 8vo.
23 Nks. 251 8vo.