Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 135
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
133
makarar bættu skó hans og parrukmeistarar gerðu honum hárkollur. Hann fékk
karla til þess að höggva brenni úr beykitrjám í kakalofninn sinn og þeir óku
viðnum heim til hans í vagni fyrir smáskildinga. Strákur gekk til hans með
Kaupmannahafnarblöðin og borgaði Jón honum fyrir með tveimur mörkum í
nýársgjöf í janúar 1740. Fyrir nauðsynlega þénustu við sig galt, lánaði eða gaf
Jón skildinga þegar hann hafði handbært fé, oft um það leyti sem nýtt ár gekk
í garð. Hann leysti út pantsett föt og dót þjónustufólks síns í neyð þess eða gaf
því móti greiða gömlu fötin sín, parruk, sokka, buxur eða bók, prjónles af ís-
landi, smjör, fisk eða síld.
Erlendur bróðir Jóns var samtíða honum í Höfn 1728-1742; þeir deildu
með sér herbergi um hríð og skiptu með sér afgjöldum af jörðum sem voru
erfðafé þeirra: Varðgjá í Eyjafirði, Stapar og Klömbur í Húnaþingi. Um skeið
voru þeir báðir styrkþegar Ámasjóðs en styrkurinn var útgreiddur á hálfsárs-
fresti í desember og júni. Þeir lánuðu hvor öðrum á víxl eftir því sem þurftu og
spiluðu í lotteni borgarinnar; unnu eitt sinn heila tvo ríxdali. Jón lét smíða sér
lykla að bókasafninu á Tumi og gera sér stálsignet. Svo var hann búinn að
næst sér var hann í línfötum, hafði leggjabönd frá hústrú Valgerði á Islandi,
var í vesti og violetbláum kjól, blárri treyju með krókapörum í, á höfði hafði
hann hatt og undir parruk gert af enskum meistara fyrir einn ríxdal, höndunum
hlífði hann með alúnshönskum, gekk á svartlituðum stöffelettum með tálgu-
kníf og lýsti sér á götu með lítilli handlukt. Jón lánaði íslenskum og norskum
stúdentum jafnt og dönskum iðnaðarmönnum bækur sínar, skráði vandlega hjá
sér heimilisföng lánþega og kunningja, til að mynda norska biskupssonarins
Gunners sem leigði í Kanúkastræti því stóra.
Halda má að um 1740 hafi Jón haft sæmileg fjárráð. Hann fékk á þessum
tímum stundum greiðslur fyrir samlestur og uppskriftir fyrir danska hefðar-
menn. Hann hefir oft látið aðra njóta með sér þeirra fjármuna sem honum
áskotnaðist og skemmt sér en fyrir slíkum stundum er eyða eða leyniletur í
minniskveri hans. Benedikt Magnússyni handverkssveini léði Jón skildinga,
margoft Erlendi bróður sínum og stundum Jóni Marteinssyni, en þeir Jónamir
deildu saman húsnæði um hríð, og síðar voru þeir bræður Jón og Erlendur
saman í húsi. Oft léði Jón monsjör Bech skildinga, stundum til að fara í vín-
kjallarann í Stóru Kongensgötu, en seinast með því skilyrði „að biðja mig ei
so fljótt urn peninga því hann hefur þá so oft fyrri fengið.“ Eitt sinn tók Jón
tvo stóra tinstjaka í pant þegar hann lánaði frú Anne Jakobes matmóður sinni
skildinga en stjakamir lentu um síðir hjá Erlendi bróður hans í útkirkjunni í
Súðavík við Djúp. Erlendur hélt brúðkaup sitt og sinnar dönsku Birgittu An-